Fleiri fréttir

Krefjast þingrofs og kosninga á mismunandi forsendum

"Þetta hefur ekkert með stjórnmálaflokka að gera,“ segir Ásta Hafberg, en hún talar fyrir hönd aðgerðarhóps sem stendur að baki undirskriftarsöfnun þar sem farið er fram á þingrof og að kosið verði til Alþingis sem fyrst.

Nærmynd af Ara Trausta

Vísindamanninum, rithöfundinum og forsetaframbjóðandanum Ara Trausta Guðmundssyni er lýst sem heiðarlegum, víðsýnum og kærleiksríkum af vinum og fjölskyldu. Ísland í dag ræddi við nánasta fólk Ara í dag.

Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu

Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum.

Berst fyrir bættum hag útigangsmanna

Ung kona sem missti vin sinn, þrjátíu og tveggja ára gamlan útigangsmann, berst fyrir því að opnað verði nýtt skýli fyrir útigangsfólk. Eftir andlát vinar hennar skrifaði hún borgarstjóra bréf, en ekkert hefur breyst.

Erfðabreyttar mýs í tilraunir

Íslenskt rannsóknarfyrirtæki hefur fengið leyfi til að nota erfðabreyttar mýs í tilraunir. Mýsnar verða notaðar ásamt rottum til að rannsaka sykursýki.

Segjast hafa reynt að aðstoða fangann

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson segja engar barsmíðar hafa átt sér stað inni í fangaklefa fanga sem lést þar í síðustu viku. Honum hafi verið ómótt og þeir hafi einungis verið að aðstoða hann. Tvímenningarnir voru leiddir fyrir dómara í dag þar sem farið var fram á gæsluvarðhald.

Unnu sem verktakar fyrir sérstakan saksóknara

Tveir lögreglumenn hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi fyrir embætti sérstaks saksóknara. Málið gæti skaðað rannsóknir mála sem mennirnir tveir komu að, en þær tengdust fjárfestingafélaginu Milestone.

Krafist þingrofs í undirskriftasöfnun

Óskað er eftir þingrofi og kosningum í undirskriftasöfnun sem hófst í dag. Á vefsíðunni er skorað á Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að ganga til fundar við forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Páll Óskar telur Ísland sigurstranglegt í Eurovision

"Þetta var stórkostlegur flutningur,“ segir Páll Óskar en hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var beðinn um að gefa álit sitt á frammistöðu Jónsa og Grétu í undankeppni Eurovision í gær.

Sérstakur saksóknari kærir tvo starfsmenn sína til ríkissaksóknara

Tveir lögreglumenn, fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu. Mennirnir, sem létu af störfum um síðustu áramót, eru kærðir fyrir að hafa látið þriðja aðila í té upplýsingar úr rannsókn máls sem þeir unnu að á sama tíma og þeir störfuðu fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt heimildum Vísis snertir þetta málefni Milestone, sem áður var í eigu Karls Wernerssonar, en það fyrirtæki hefur verið til rannsóknar undanfarna mánuði.

Gunnar Birgisson íhuga að áfrýja

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogs, íhugar alvarlega að áfrýja dómi sem kveðinn var upp yfir honum í gær vegna brota tengdum störfum hans fyrir Lífeyrissjóðinn. Hann var dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur fyrir að gefa Fjármálaeftirlitinu villandi upplýsingar um lánveitingar sjóðsins til bæjarsjóðs. Gunnar segist vera saklaus af sakargiftum ríkissaksóknara og hann hafi þar af leiðandi búist við sýknu í öllum ákæruliðum. Hann hafi verið sýknaður af aðalákæruliðnum.

Krefjast gæsluvarðhalds yfir Annþóri og Berki

Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru færðir fyrir dómara nú á fjórða tímanum en krafist verður gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta er gert til þess að hægt sé að halda þeim áfram í einangrun á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Mennirnir eru grunaðir um að hafa myrt samfanga sinn á fimmtudag í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Vísis úr fangelsismálakerfinu var hinn látni með innvortis áverka sem hann hefði ekki með neinum hætti getað fengið nema að utanaðkomandi aðili hafi veitt honum þá. Annþór og Börkur voru færðir í einangrun í gær eftir að krufningaskýrsla lá fyrir. Þeir höfðu áður verið í fangelsinu að afplána refsidóma sem þeir fengu fyrir eldri brot.

Füle kemur til Íslands

Štefan Füle, framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu Evrópusambandsins, verður í heimsókn á Íslandi á morgun og föstudag til að ræða um starfið sem framundan er í aðildarviðræðunum. Nú hafa fimmtán samningskaflar verið opnaðir í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, tíu hefur þegar verið lokað til bráðabirgða og undirbúningur er hafinn að því að fást við næstu kafla.

Munu opna Boot Camp í Elliðaárdal

Eigendur Boot Camp munu geta opnað líkamsræktarstöð í Elliðaárdal í sumar. Þetta var ljóst þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti breytingu á deiliskipulagi að Rafstöðvarvegi 9 og 9a á fundi sínum í gær.

Á annan tug ökumanna stöðvaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði á annan tug ökumanna í gær og fyrradag. Þessir ökumenn voru allir á bílum á nagladekkjum en það er óheimilt á þessum árstíma. Nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk og því kemur trassaskapurinn verulega við pyngjuna hjá áðurnefndum ökumönnum. Lögreglan ítrekar þau tilmæli til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á.

Skuldamál Regnbogabarna fyrir dóm

Höfundur barnabókar um forvarnir gegn einelti hefur stefnt Regnbogabörnum fyrir að hafa ekki greitt sér fyrir bókina. Regnbogabörn fara fram á að málinu verði vísað frá dómi.

Tæplega 4 ára fangelsi fyrir vopnuð rán

Liðlega þrítugur karlmaður, Mark Gunnar Roberts, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir rán sem framin voru í þremur verslunum 1. febrúar síðastliðinn. Í öllum tilfellum ógnaði hann starfsfólki með sprautunálum og hótaði að smita með HIV veirunni ef hann fengi ekki peninga úr versluninni. Mark Gunnar á að baki fjölmörg hegningarlagabrot og var á skilorði þegar hann framdi brotin. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann framdi ránin.

Reyna að sanna tilvist snjómannsins ógurlega

Viðamikil rannsókn er hafin á því hvort snjómaðurinn ógurlegi sé í raun og veru til. Það eru vísindamenn við Oxford háskóla á Englandi sem leiða rannsóknina sem ætlað er að varpa ljósi á hvort snjómaðurinn ógurlegi sem fjölmargar sögur hafa verið sagðar um sé til í raun og veru.

Morðkvendi handtekið í eigin brúðkaupsveislu

Kona ein í Rússlandi var handtekin á dögunum grunuð um morð. Það sem gerir málið athyglisvert er að hin 22 ára gamla kona var handsömuð í miðri brúðkaupsveislu. Og það sem meira er, hún var sjálf brúðurin.

Annþór og Börkur í yfirheyrslum í dag

Þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson sem eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum að bana á Litla Hrauni í síðustu viku eru til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Selfossi núna og verða yfirheyrðir fram eftir degi. Maðurinn lést á fimmtudag en hann var nýkominn í fangelsið.

Ætlar í fallhlífarstökk - án fallhlífar

Breskur ofurhugi ætlar sér á spjöld sögunnar síðar í dag með því að stökkva út úr flugvél og lenda á jörðinni heilu og höldnu, án þess að nota fallhlíf.

Rætt við Írani um kjarnorkumálin

Embættismenn frá sex ríkjum hefja í dag viðræður við Írani um hina umdeildu kjarnorkuáætlun þeirra. Fundurinn verður haldinn í Bagdad höfuðborg Íraks en í gær sagði Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að samkomulag við Íran væri í burðarliðnum sem þykir benda til að Íranir séu að verða samvinnuþýðari og tilbúnir til að leyfa ítarlegra eftirlit með áætlunum sínum.

Bauð miða á Ólympíuleikana á svörtum markaði

Háttsettur starfsmaður Ólympíunefndarinnar í Úkraínu hefur verið leystur frá störfum eftir að upp komst að hann hefur verið að selja miða á Ólympíuleikana í London fyrir háar fjárhæðir. Upp komst um málið þegar blaðamaður breska ríkisútvarpsins var að gera úttekt á miðasölu á svarta markaðinum fyrir leikana sem fram fara í sumar. Hann sóttist eftir miðum og úkraínski nefndarmaðurinn sagðist geta útvegað 100 miða. Löngu er uppselt á leikana og ströng viðurlög eru við því að selja miðana á svörtum markaði.

Egyptar kjósa sér forseta

Egyptar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Þetta er í fyrsta sinn í fimmþúsund ára sögu Egyptalands sem þeir fá að kjósa sér leiðtoga í frjálsum kosningum. Fimmtán mánuðir eru nú liðnir frá því að Hosni Mubarak fyrrverandi forseta var komið frá völdum og fimmtíu milljónir Egypta eiga þess kost á að kjósa eftirmann hans.

Egyptar kjósa forseta

Fyrstu frjálsu forsetakosningarnar í Egyptalandi hefjast í dag. Strangtrúaðir íslamistar og fulltrúar gömlu valdaklíkunnar keppa við lýðræðissinna.

Sótti veikan sjómann

Sjómaður veiktist alvarlega um borð í íslensku nótaskipi austur af Hornafirði í nótt og óskaði skipstjórinn eftir þyrlu til að flytja hann á sjúkrahús. Gæsluþyrla var send austur í nótt og hífði sjómanninn um borð undir morgun.

Presley kom til bjargar - dró bát til Grindavíkur

Hætta skapaðist í nótt þegar vélin bilaði í litlum fiskibáti með einum manni um borð, þegar báturinn var staddur skammt undan Reykjanesi og tók að reka í átt að grýttri ströndinni.

Þyrla slökkti mosaeld með fötu

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að slökkva eld í mosa í Kapelluhrauni á mánudag. Til verksins var nýttur búnaður sem var keyptur fyrir þyrluna eftir sinubrunann mikla á Mýrum vorið 2006.

Ítreka kröfu um hraðari viðræður

Þingmaður Vinstri grænna vill kosningar um aðild að ESB í ár. Ráðherra tekur undir. Verði breytingartillaga Vigdísar Hauksdóttur um kosningar um framhald viðræðna í haust samþykkt styður Framsókn kosningar um stjórnarskrá.

Undirmenn borgarstjóra átta í stað átján

Teknar voru til afgreiðslu tillögur um einföldun á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar á aukafundi borgarstjórnar í gær. Einnig var afgreidd stofnun embættis umboðsmanns borgarbúa.

Hærri gjaldskrár en heimsóknum fjölgar

Samningsleysi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna hefur í för með sér hærri gjöld. Fjórði hver Íslendingur frestaði nauðsynlegri læknisþjónustu árin 2006 og 2007. Finnum fyrir auknum þrýstingi, segir kynningarfulltrúi Sjúkratrygginga.

Hagnaður í fyrra nam 95 milljónum króna

Þótt Lyfjastofnun hafi farið fram úr fjárheimildum þá glímir stofnunin ekki við fjárhagsvanda, segir Rannveig Guðmundsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Ríkisendurskoðun sendi í byrjun vikunnar frá sér skýrslu þar sem sagt var áhyggjuefni hversu illa gengi að halda stofnuninni innan ramma fjárlaga.

Heyrðu af uppsögn á skotspónum

Valgerður Anna Þórisdóttir, leikskólastjóri leikskólans Sunnufoldar, þar sem sameina á þrjá leikskóla í Grafarvogi, hefur sagt starfi sínu lausu. „Það gerði hún að eigin frumkvæði og í fullri sátt við sína undirmenn og yfirmenn hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar,“ segir í svari borgarinnar við fyrirspurn blaðsins. Valgerður vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Bann við könnunum heftir upplýsingar

Ný fjölmiðlalög leggja til bann við birtingu skoðanakannana skömmu fyrir kosningar. Stjórnmálafræðingur segir ekki hægt að framfylgja því. Þá hefti það aðgang almennings að upplýsingum. Unnið í samráði við stjórnmálaflokkana.

Flóra Íslands greind í gegnum farsímann

Íslenskur hugbúnaður fyrir snjallsíma og spjaldtölvur til að greina plöntur á einfaldan hátt kemur senn á markað. Tæknin nýtist við kennslu og við alla almenna og faglega náttúruskoðun. Fugla- og pöddulyklar eru á næsta leiti.

Fólkið búi þar sem því líður vel

Bæjarstjórn Ölfuss hafnar tilmælum Skipulagsstofnunar um að setja skorður við uppbyggingu margra íbúðarhúsa á einu og sama lögbýlinu. Stofnunin segir að með því að heimila allt að fjögur íbúðarhús og fjögur frístundahús á bújörðum sé grafið undan stefnumörkun um eflingu íbúðarbyggðar á skilgreindum íbúðarsvæðum og byggðakjörnum.

Alræmdir hrottar í haldi vegna andláts

Annþór Karlsson og Börkur Birgisson færðir af almennri deild á Litla-Hrauni í einangrun. Taldir hafa veitt samfanga sínum áverka sem drógu hann til dauða.

Um 75 milljón ungmenni eru án vinnu

Nær 13 prósent allra ungmenna í heiminum á aldrinum 15 til 23 ára eru án atvinnu eða alls 75 milljónir. Ástandið mun ekki breytast verulega á næstum fjórum árum, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem BBC vitnar í. Um sex milljónir ungmenna um heim allan hafa misst móðinn og gefist upp. Þeim finnst sem samfélagið hafi hafnað þeim.

Sjá næstu 50 fréttir