Egyptar kjósa forseta 23. maí 2012 07:30 Muhammed Mursi, forsetaefni Bræðralags múslima, hefur stundað öfluga kosningabaráttu. Fréttablaðið/AP Fyrstu frjálsu forsetakosningarnar í Egyptalandi hefjast í dag. Strangtrúaðir íslamistar og fulltrúar gömlu valdaklíkunnar keppa við lýðræðissinna. Arabíska vorið, sem svo hefur verið nefnt, hófst með látum í byrjun síðasta árs. Almenningur reis upp gegn valdaklíkum sem stjórnað höfðu áratugum saman. Stjórnin í Túnis féll fyrst, strax í janúar, og svo kom röðin að Egyptalandi. Hosni Mubarak hraktist frá völdum í febrúar og var dreginn fyrir dóm í ágúst. Réttarhöldin standa enn yfir. Og nú er komið að forsetakosningum í Egyptalandi. Þær verða haldnar í dag og á morgun, en efnt verður til seinni umferðar í júní milli tveggja efstu ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta. Þrettán frambjóðendur sækjast eftir embættinu, en fjórir þeirra þykja sigurstranglegastir. Átakalínurnar eru ekki einfaldar, því annars vegar keppa íslamistar við fulltrúa hersins, sem hefur farið með öll völd í landinu í næstum því sex áratugi, en hins vegar vilja lýðræðissinnar, jafnt trúaðir sem veraldlega sinnaðir, koma í veg fyrir að andlýðræðisleg öfl úr röðum beggja komist til valda. Íslamistar eru með yfirgnæfandi meirihluta á nýkjörnu þingi, en skoðanakannanir benda til þess að lýðræðissinnar fái meira fylgi en strangtrúarsinnar eða herforingjar. Þannig virðist Amr Moussa njóta meira fylgis en Ahmed Shafik og sömuleiðis virðist Abdel Moneim Aboul Fotouh njóta meira fylgis en Muhammed Mursi. Þótt Moussa hafi í eina tíð verið utanríkisráðherra í stjórn Hosni Mubaraks hefur hann lagt áherslu á lýðræði og frjálslyndi, öfugt við Shafik sem virðist fyrst og fremst halda tryggð við hina gömlu valdaklíku hersins. Þá hefur Fotouh lagt áherslu á íslamska lýðræðisstjórn, öfugt við Mursi sem vill halda fast við strangar reglur íslamstrúar. Á Vesturlöndum óttast margir íslamista og telja jafnvel að íslam og lýðræði hljóti að vera andstæður, en í löndum þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru múslimar er vart við öðru að búast en lýðræðissinnar aðhyllist íslamska trú. Fyrirmynd margra lýðræðissinna í Egyptalandi, eins og víðar í löndum „arabíska vorsins“, er Tyrkland þar sem Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra hefur sagt íslamska lýðræðisstefnu sína sambærilega við stefnu kristilegra demókrataflokka í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Þótt nýtt þing hafi nú setið í nokkrar vikur bíður ríkisstjórnarmyndun þangað til úrslit fást í forsetakosningum, því sigurvegarinn fær það hlutverk að velja forsætisráðherra. Herforingjaráðið, sem farið hefur með völdin í landinu frá því Mubarak hrökklaðist frá, hefur síðan lofað því að fara frá völdum um leið og ný ríkisstjórn er orðin starfhæf. Herforingjarnir leggja einnig áherslu á að fólk sætti sig við niðurstöðu forsetakosninganna, hver sem hún verður: „Lýðræðisferlið í Egyptalandi er að stíga sín fyrstu skref og við verðum öll að leggja okkar af mörkum til þess að árangur náist,“ segir í yfirlýsingu frá herforingjaráðinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Fyrstu frjálsu forsetakosningarnar í Egyptalandi hefjast í dag. Strangtrúaðir íslamistar og fulltrúar gömlu valdaklíkunnar keppa við lýðræðissinna. Arabíska vorið, sem svo hefur verið nefnt, hófst með látum í byrjun síðasta árs. Almenningur reis upp gegn valdaklíkum sem stjórnað höfðu áratugum saman. Stjórnin í Túnis féll fyrst, strax í janúar, og svo kom röðin að Egyptalandi. Hosni Mubarak hraktist frá völdum í febrúar og var dreginn fyrir dóm í ágúst. Réttarhöldin standa enn yfir. Og nú er komið að forsetakosningum í Egyptalandi. Þær verða haldnar í dag og á morgun, en efnt verður til seinni umferðar í júní milli tveggja efstu ef enginn frambjóðenda fær hreinan meirihluta. Þrettán frambjóðendur sækjast eftir embættinu, en fjórir þeirra þykja sigurstranglegastir. Átakalínurnar eru ekki einfaldar, því annars vegar keppa íslamistar við fulltrúa hersins, sem hefur farið með öll völd í landinu í næstum því sex áratugi, en hins vegar vilja lýðræðissinnar, jafnt trúaðir sem veraldlega sinnaðir, koma í veg fyrir að andlýðræðisleg öfl úr röðum beggja komist til valda. Íslamistar eru með yfirgnæfandi meirihluta á nýkjörnu þingi, en skoðanakannanir benda til þess að lýðræðissinnar fái meira fylgi en strangtrúarsinnar eða herforingjar. Þannig virðist Amr Moussa njóta meira fylgis en Ahmed Shafik og sömuleiðis virðist Abdel Moneim Aboul Fotouh njóta meira fylgis en Muhammed Mursi. Þótt Moussa hafi í eina tíð verið utanríkisráðherra í stjórn Hosni Mubaraks hefur hann lagt áherslu á lýðræði og frjálslyndi, öfugt við Shafik sem virðist fyrst og fremst halda tryggð við hina gömlu valdaklíku hersins. Þá hefur Fotouh lagt áherslu á íslamska lýðræðisstjórn, öfugt við Mursi sem vill halda fast við strangar reglur íslamstrúar. Á Vesturlöndum óttast margir íslamista og telja jafnvel að íslam og lýðræði hljóti að vera andstæður, en í löndum þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru múslimar er vart við öðru að búast en lýðræðissinnar aðhyllist íslamska trú. Fyrirmynd margra lýðræðissinna í Egyptalandi, eins og víðar í löndum „arabíska vorsins“, er Tyrkland þar sem Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra hefur sagt íslamska lýðræðisstefnu sína sambærilega við stefnu kristilegra demókrataflokka í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Þótt nýtt þing hafi nú setið í nokkrar vikur bíður ríkisstjórnarmyndun þangað til úrslit fást í forsetakosningum, því sigurvegarinn fær það hlutverk að velja forsætisráðherra. Herforingjaráðið, sem farið hefur með völdin í landinu frá því Mubarak hrökklaðist frá, hefur síðan lofað því að fara frá völdum um leið og ný ríkisstjórn er orðin starfhæf. Herforingjarnir leggja einnig áherslu á að fólk sætti sig við niðurstöðu forsetakosninganna, hver sem hún verður: „Lýðræðisferlið í Egyptalandi er að stíga sín fyrstu skref og við verðum öll að leggja okkar af mörkum til þess að árangur náist,“ segir í yfirlýsingu frá herforingjaráðinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira