Innlent

Fólkið búi þar sem því líður vel

Talsvert algengt er að fleira en eitt heimili sé haldið á lögbýlum í Ölfusi.
Talsvert algengt er að fleira en eitt heimili sé haldið á lögbýlum í Ölfusi. FRéttablaðið/GVA
Bæjarstjórn Ölfuss hafnar tilmælum Skipulagsstofnunar um að setja skorður við uppbyggingu margra íbúðarhúsa á einu og sama lögbýlinu. Stofnunin segir að með því að heimila allt að fjögur íbúðarhús og fjögur frístundahús á bújörðum sé grafið undan stefnumörkun um eflingu íbúðarbyggðar á skilgreindum íbúðarsvæðum og byggðakjörnum.

„Almennt má segja að ýmis rök hníga að því að heimila fólki að setja sig niður með heimilisfesti þar sem því líður vel og telur sig vera ánægt með lífið og tilveruna, svo framarlega sem það skerðir ekki almannarétt, valdi opinberum aðilum verulegum kostnaði eða spilli auðlindum svo sem vatnsverndarsvæðum,“ svarar bæjarstjórnin athugasemdum Skipulagsstofnunar.

„Það er ekki hlutverk sveitarfélags að ákveða hvort íbúar vilji frekar aka daglega til og frá vinnu eða daglega til að sinna áhugamálum sínum svo sem gönguferðum, hestamennsku, stórfjölskyldulífi eða annað sem verið er að sækjast eftir með því að setja sig niður utan þéttbýlis,“ heldur bæjarstjórnin áfram og undirstrikar að eftirspurn sé eftir fjölbreyttum íbúðarformum.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×