Erlent

Bauð miða á Ólympíuleikana á svörtum markaði

Mynd/AP
Háttsettur starfsmaður Ólympíunefndarinnar í Úkraínu hefur verið leystur frá störfum eftir að upp komst að hann hefur verið að selja miða á Ólympíuleikana í London fyrir háar fjárhæðir. Upp komst um málið þegar blaðamaður breska ríkisútvarpsins var að gera úttekt á miðasölu á svarta markaðinum fyrir leikana sem fram fara í sumar. Hann sóttist eftir miðum og úkraínski nefndarmaðurinn sagðist geta útvegað 100 miða. Löngu er uppselt á leikana og ströng viðurlög eru við því að selja miðana á svörtum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×