Erlent

Rætt við Írani um kjarnorkumálin

Embættismenn frá sex ríkjum hefja í dag viðræður við Írani um hina umdeildu kjarnorkuáætlun þeirra. Fundurinn verður haldinn í Bagdad höfuðborg Íraks en í gær sagði Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að samkomulag við Íran væri í burðarliðnum sem þykir benda til að Íranir séu að verða samvinnuþýðari og tilbúnir til að leyfa ítarlegra eftirlit með áætlunum sínum.

Íranir eru undir mikilli pressu en svo gæti farið að Evrópusambandið herði refsiaðgerðir gegn landinu í sumar en áttatíu prósent af allri olíusölu Írana er til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×