Fleiri fréttir Höfum almennt verið heppin Íslensk umræða um útlendinga er frumstæð og stjórnmálaflokkar þurfa að marka sér stefnu í málaflokknum. Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddi við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um hælisleitendur, fjársvelti og umræðuna. 22.5.2012 22:00 Ákvörðun um áfrýjun tekin í kvöld Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, vill ekki tjá sig um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í dag. Gunnar og Sigrún Ágústa Bragadóttir voru dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt vegna brota tengdum störfum þeirra fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogs. 22.5.2012 21:37 Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22.5.2012 21:00 Ísland komst áfram Gréta Salóme og Jónsi komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision í Bakú í Aserbaídsjan. Ljóst var að lagið Never Forget, sam Gréta samdi, færi áfram þegar þriðja umslagið var opnað. 22.5.2012 20:46 Kornsnákur fannst í austurborginni Kornsnákur fannst í húsi í austurborginni um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók snákinn í vörslu en skriðdýrið var síðan flutt á dýraspítala. Snákurinn er rúmlega metri á lengd. 22.5.2012 20:45 Málþófi á Alþingi lokið - Atkvæði um stjórnlagaráð greidd á fimmtudag Samkomulag náðist á sjötta tímanum á milli stjórnarflokkana og stjórnaraðstöðunnar um að ljúka umræðum um stjórnlagaráð. Sá þingmaður sem oftast talaði í umræðunum fór alls 115 sinnum í pontu. 22.5.2012 20:30 Ættleiðingaráform í uppnámi: "Við fáum engin svör" Ungt par sem er í óvissu með ættleiðingarmál sitt hér á landi íhugar að leita út fyrir landsteinana til að láta draum sinn rætast þrátt fyrir mikinn aukakostnað og umstang. Óvissan sé hræðileg og engin svör berist frá innanríkisráðherra. 22.5.2012 19:45 Flutningur Grétu og Jónsa gekk vel - Svartfjallaland vekur athygli Íslenski Eurovision-hópurinn stóð sig með stakri prýði þegar þau stigu á svið í Kristalshöllinni í Bakú í kvöld. Þau Gréta Salóme og Jónsi voru önnur í röðinni en það var Svartfjallaland sem opnaði söngvakeppnina í ár. 22.5.2012 19:42 Vilja rigningu til að skola Grímsvatnaöskunni burt Úrhellsrigningar er það sem bændur í Skaftárhreppi óska sér nú heitast til að losna við öskuna úr Grímsvötnum. Undir Eyjafjöllum er verið að setja Svaðbælisá í nýjan farveg og með því vonast menn til að vandræðin sem hlutust af eldgosinu úr Eyjafjallajökli verði að mestu úr sögunni. 22.5.2012 19:11 Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB-aðildar Nýr meirihluti myndaðist í morgun í utanríkismálanefnd fyrir því að vísa umsókn um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir áramót. Málið mun hafa komið viðkvæmri sátt í fleiri málum milli stjórnarflokkanna í algjört uppnám. 22.5.2012 19:00 Óvæntur glaðningur fylgir íslenska laginu í Eurovision Evrópubúar mega búast við óvæntum og hjartnæmum glaðningi frá íslenska Eurovision-hópnum sem stígur á svið í Bakú eftir stutta stund. Fréttamaður ræddi við Jónsa sem var á leið í tónleikahöllina fyrir stuttu. 22.5.2012 18:30 Annþór og Börkur í einangrun Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson sem afplána nú dóma á Litla-Hrauni hafa verið settir í einangrun grunaðir um að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu hann til dauða. Ekki hefur verið tekin skýrsla af mönnunum sem eru þekktir afbrotamenn. 22.5.2012 17:58 Gréta Salóme: Síðasta rennsli fyrir keppni gekk vel „Það er alveg svakalega góð stemning hérna," segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, lagahöfundur og annar flytjandi íslenska Eurovision lagsins. Þáttastjórnendur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis ræddu við Grétu í dag en hún var þá nýstigin af sviði í Bakú. 22.5.2012 17:12 Fangar grunaðir um morð Tveir fangar á Litla-Hrauni voru færðir í einangrun síðdegis, grunaðir um að bera ábyrgð á dauða samfanga. Karlmaður um fimmtugt lést í fangelsinu í síðustu viku eins og Vísir greindi frá. Þá var talið að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. 22.5.2012 16:24 Skiptar skoðanir í utanríkismálanefnd um framhald ESB-viðræðna Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar vill halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Kosið verði um aðild þegar samningur er til lykta leiddur. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, lagði fram bókun á fundi utanríkismálanefndar í morgun þar sem hún fer fram á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrir lok þessa árs. Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hugsanlega sé meirihluti í nefndinni fyrir þessari tillögu Guðfríðar, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt aðildarviðræðuferlið harðlega. 22.5.2012 15:17 Gunnar Birgisson dæmdur til að greiða sekt Gunnar Birgisson og Sigrún Ágústa Bragadóttir voru dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna brota tengdum störfum þeirra fyrir Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs. Þeim var ekki gerð refsing að öðru leyti og aðrir stjórnarmenn í sjóðnum voru sýknaðir af ákæru. 22.5.2012 13:53 Fjármögnun Vaðlaheiðaganga verði rædd í vikunni Stefnt er að því að hægt verði að taka fjármögnun Vaðlaheiðaganga á dagskrá þingsins í vikunni. Framkvæmdin hefur verið umdeild, áætlaður kostnaður við byggingu þeirra er um 8,7 milljarðar. Vonast er til þess að féð verði greitt til baka á komandi árum, svo sem í gegnum veggjöld en óvissa hefur verið um fjármögnun verkefnisins. 22.5.2012 13:11 Rússnesku ömmurnar hafa mikið fylgi Eurovisionfarinn Greta Salóme Stefánsdóttir gefur lítið fyrir spádóma um úrslit Eurovisionkeppninnar. Íslenski hópurinn stígur á svið eftir um sjö klukkustundir og allt er að verða tilbúið fyrir stóru stundina. Hið svokallaða dómararennsli fór fram í gær sem gekk vel að sögn Gretu Salóme. 22.5.2012 12:59 Morðingi í dómi: Djöfuls viðbjóður - fokkaðu þér Kröfu um að réttarhöld yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni yrði lokuð var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Það voru lögmenn aðstandenda hinnar látnu sem báru kröfuna fram og tók verjandi Hlífars undir þá kröfu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafnaði hins vegar kröfunni. 22.5.2012 11:34 Verjandi meints morðingja vill lokað réttarhald Lögmaður fjölskyldu Þóru Eyjalínar Gísladóttur, sem var myrt í Hafnarfirði í febrúar á þessu ári, krefst þess að réttarhöldin yfir meintum morðingja verði lokuð. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22.5.2012 10:55 74% brota framin á höfuðborgarsvæðinu Um 74% hegningarlagabrota sem framin voru á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru framin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði. Alls voru framin 3.700 hegningarlagabrot og þar af voru 2.722 brot á höfuðborgarsvæðinu. Næstflest brot voru skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum eða 7% brota og þar á eftir fylgir lögreglan á Akureyri með 5% hegningarlagabrota. Þá voru 4% allra hegningarlagabrota skráð hjá lögreglunni á Selfossi. Fjögur lögregluembætti hafa því sinnt 90% hegningarlagabrota. 22.5.2012 10:18 Sendiherra Þýskalands gagnrýnir „aðalritstjóra“ Morgunblaðsins Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen, segir í opnu bréfi til "aðalritstjóra" Morgunblaðsins í dag, að hann furði sig mjög á þeirri fullyrðingu sem fram hafi komið í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu 14. maí, að sendiherra ESB á Íslandi hafi blandað sér í innanríkismál og þannig brotið gegn umboði sínu sem erlendur sendiráðsmaður. „Að slík ásökun skuli koma frá ritstjórn virts dagblaðs í sjálfsöruggu lýðræðisríki eins og Íslandi sem er nátengt ESB, m.a. með aðild sinni að EES, gerir hana þeim mun óskiljanlegri og fjandsamlegri," segir Sausen m.a. í grein sinni. 22.5.2012 09:22 Fór niður Niagara fossa og lifði það af Manni einum í sjálfsmorðshugleiðingum mistókst ætlunarverk sitt þegar hann lifði það af að steypast fram af Niagara fossunum á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Talið er að þetta sé í þriðja sinn sem maður lifir þetta af. 22.5.2012 09:05 Hæsti turn heims opnaður almenningi Hæsti turn í heimi hefur nú verið opnaður almenningi en hann hefur verið fjögur ár í byggingu. Turninn risavaxni er í japönsku borginni Tókíó og heitir Skytree, eða Himnatréð. Hann er um það bil tvisvar sinnum hærri en Eiffel turninn í París, eða 634 metrar á hæð og hann kostaði um 800 milljónir dollara. Þótt turninn hafi verið opnaður fyrir almenningi í dag þá er enginn hægðarleikur að komast upp í hann til að njóta útsýnisins, því uppselt er í turninn fram í miðjan júlí. 22.5.2012 09:03 Regnið dró úr öskuskýinu Ryk- og öskumengun í lofti á Suður- og Suðvesturlandi hefur hríðfallið frá því sem verst var í gærkvöldi, eftir að rigna tók á Suðurlandi í gærkvöldi. 22.5.2012 09:02 Blóð Reagans boðið upp Uppboð þar sem til stendur að selja blóð úr Ronald Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur sætt mikilli gagnrýni. 22.5.2012 08:52 Ekkert verður af því að Hreyfingin styðji stjórnina Ekkert verður af því að þingmenn Hreyfingarinnar samþykki að verja ríkisstjórnina falli. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingflokknum sem barst í morgun en viðræður hafa staðið í nokkra daga. "Því miður náðist ekki samkomulag og er viðræðunum lokið af okkar hálfu. Þar sem samningar hafa ekki tekist liggur ekki fyrir neitt samkomulag um að við verjum ríkisstjórnina vantrausti,“ segir í tilkynningunni en viðræðurnar voru sagðar "óbeint framhald“ funda sem haldnir voru um síðustu áramót og skiluðu ekki heldur niðurstöðu. 22.5.2012 07:07 Umræðu á Alþingi frestað á ný Síðari umræðu um þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var frestað skömmu fyrir miðnætti í kvöld. 22.5.2012 00:31 Mikið af fölsuðum malaríulyfjum í umferð Þriðjungur allra malaríulyfja sem notuð eru í heiminum í dag eru fölsuð. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós sem fjallað er um í læknablaðinu The Lancet. Í ljós kom að í mörgum tilfellum sé um lélegar eftirlíkingar að ræða en í sumum einfaldlega um gagnslaus efni að ræða. Þetta valdi því að verr gangi að hefta útbreiðslu sjúkdómsins auk þess sem æ erfiðara verði að vinna bug á honum með hefðbundnum lyfjum. Rannsóknin náði aðeins til Afríku og Suðaustur-Asíu en ekki til Kína og Indlands og óttast menn að ástandið þar sé síst betra. 22.5.2012 08:44 Bandaríski herinn notar falsaða varahluti frá Kína Fjölmörg dæmi eru um að falsaðir varahlutir framleiddir í Kína séu notaðir í bandarískum hergögnum. Þetta leiðir viðamikil rannsókn öldungardeildarþingmanna í ljós. Nefndin hefur sýnt fram á að minnsta kosti 1800 tilvik þar sem ólöglegir varahlutir voru notaðir í raftæki um borð í herþotum og skriðdrekum og í rúmlega 70 prósent tilvika var um varahluti frá Kína að ræða. 22.5.2012 08:41 Samstaða vill að ríkisstjórnin víki Stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, krefst þess í yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér í gærkvöldi að ríkisstjórnin víki hið fyrsta og bvoðað verði til kosninga. 22.5.2012 08:40 Svíar segja að nýtt NATO hafi orðið til NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. 22.5.2012 07:30 Öryggisbúnaður og kunnátta skipta öllu Öryggisbúnaður og kunnátta í því að nota slíkan búnað skipta sköpum þegar óvænt hættuástand skapast á fjöllum. Það segir Smári Sigurðsson, þaulvanur vélsleðamaður, en hann lenti í háska í fjallaferð í síðustu viku. 22.5.2012 06:30 Yfirtaka ÍLS á lánum lífeyrissjóða skoðuð Starfshópur skoðar nú ýmsar útfærslur á því að Íbúðalánasjóður taki yfir lánsveðslán lífeyrissjóðanna. Ráðherra útilokar enga leið sem geti leyst hútinn. Lífeyrissjóðirnir vilja ekki fella niður lánin þar sem lög heimila þeim það ekki. 22.5.2012 06:00 Vísbendingar um sérlausnir Vísbendingar eru um það í opnunarviðmiðum Evrópusambandsins (ESB) fyrir þann hluta aðildarviðræðna sem snýr að landbúnaðarmálum að sérstakt tillit verði tekið til aðstæðna hér á landi í aðildarsamningi við Ísland. 22.5.2012 06:00 Segjast hafa lokað á sölu fisks frá Granda Hvalfriðunarsamtök fullyrða að þau hafi komið í veg fyrir sölu á fiski frá HB Granda á Ólympíuleikunum í London í sumar. Forsvarsmenn HB Granda koma af fjöllum. Samtökin hafa lengi barist gegn Granda vegna tengsla við Hval hf. 22.5.2012 05:30 Hefur ítrekað farið fram úr áætlunum Kostnaður við rekstur Lyfjastofnunar hefur verið umfram áætlanir þrjú af síðustu fjórum árum og stefnir allt í að sama muni gilda um yfirstandandi ár. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur stofnunarinnar. 22.5.2012 05:30 Mega geyma erfðabreytt fræ í Grindavík Líftækni hefur fengið leyfi frá Umhverfisstofnun fyrir geymslu og frævinnslu á erfðabreyttu byggi í húsnæði við Vörðusund 1 í Grindavík. Heimilt er að vinna með bygguppskeru frá ræktunarstöðum ORF Líftækni hf. 22.5.2012 05:30 ASÍ undirbýr málaferli gegn ríkinu vegna fjársýsluskatts Ríkið brýtur gegn jafnræðisreglu með innheimtu fjársýsluskatts frá lífeyrissjóðum segir forseti ASÍ. Hann segir að leysa þurfi vanda vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisins eða hækka tekjuskatt um fjögur prósentustig. 22.5.2012 05:00 Eigum sameiginlega norðurslóðahagsmuni Tveir franskir vísindamenn eru staddir hér á landi til að efla samvinnu í vísindarannsóknum á norðurheimskautssvæðinu. Segja Ísland og Frakkland geta boðið hvort öðru upp á margt á hinu mikilvæga sviði loftslagsrannsókna. 22.5.2012 05:00 Uppgjafahermenn mótmæltu stríðsrekstri Um 50 bandarískir uppgjafahermenn fleygðu heiðursorðum sínum í götuna í Chicago í gær. Mennirnir komu saman fyrir utan fundarstað Atlantshafsbandalagsins sem nú kemur saman í borginni. 22.5.2012 00:01 Örkin hans Nóa er í Hong Kong Örk í fullri stærð má nú finna í Hong Kong í Kína. Fleyið er tæpir 140 metrar á lengd og rúmlega 20 metrar á breidd. 21.5.2012 23:31 Drauma dansleikur fatlaðra nemanda í Las Vegas Skóladansleikurinn er stórmál hjá mörgum nemendum í Bandaríkjunum. En þessi rótgróna hefð er þó ekki á allra færi. Þeir sem þjást af andlegri eða líkamlegri fötlun verða oft á tíðum útundan þegar samnemendur þeirra fagna námslokum sínum. 21.5.2012 22:19 Grunaður morðingi fyrir dóm á morgun Ákæra gegn Hlífari Vatnari Stefánssyni verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hlífar er grunaður um að hafa banað fyrrverandi unnustu sinni í Hafnarfirði í byrjun febrúar á þessu ári. 21.5.2012 20:12 Börðust við sinueld í fjóra tíma Sinueldur kviknaði í svæði við Krýsuvíkurveg á þriðja tímanum í dag. Töluverður fjöldi slökkviliðsmanna barðist við sinuna sem var meðal annars í mosa og því erfið viðureignar. Það tók slökkviliðsmennina um fjóra tíma að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið naut aðstoðar Landhelgisgæslunnar við verkið sem hellti vatni úr stórum poka sem hékk úr þyrlu Gæslunnar. 21.5.2012 19:35 Sjá næstu 50 fréttir
Höfum almennt verið heppin Íslensk umræða um útlendinga er frumstæð og stjórnmálaflokkar þurfa að marka sér stefnu í málaflokknum. Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddi við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um hælisleitendur, fjársvelti og umræðuna. 22.5.2012 22:00
Ákvörðun um áfrýjun tekin í kvöld Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, vill ekki tjá sig um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í dag. Gunnar og Sigrún Ágústa Bragadóttir voru dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt vegna brota tengdum störfum þeirra fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogs. 22.5.2012 21:37
Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22.5.2012 21:00
Ísland komst áfram Gréta Salóme og Jónsi komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision í Bakú í Aserbaídsjan. Ljóst var að lagið Never Forget, sam Gréta samdi, færi áfram þegar þriðja umslagið var opnað. 22.5.2012 20:46
Kornsnákur fannst í austurborginni Kornsnákur fannst í húsi í austurborginni um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók snákinn í vörslu en skriðdýrið var síðan flutt á dýraspítala. Snákurinn er rúmlega metri á lengd. 22.5.2012 20:45
Málþófi á Alþingi lokið - Atkvæði um stjórnlagaráð greidd á fimmtudag Samkomulag náðist á sjötta tímanum á milli stjórnarflokkana og stjórnaraðstöðunnar um að ljúka umræðum um stjórnlagaráð. Sá þingmaður sem oftast talaði í umræðunum fór alls 115 sinnum í pontu. 22.5.2012 20:30
Ættleiðingaráform í uppnámi: "Við fáum engin svör" Ungt par sem er í óvissu með ættleiðingarmál sitt hér á landi íhugar að leita út fyrir landsteinana til að láta draum sinn rætast þrátt fyrir mikinn aukakostnað og umstang. Óvissan sé hræðileg og engin svör berist frá innanríkisráðherra. 22.5.2012 19:45
Flutningur Grétu og Jónsa gekk vel - Svartfjallaland vekur athygli Íslenski Eurovision-hópurinn stóð sig með stakri prýði þegar þau stigu á svið í Kristalshöllinni í Bakú í kvöld. Þau Gréta Salóme og Jónsi voru önnur í röðinni en það var Svartfjallaland sem opnaði söngvakeppnina í ár. 22.5.2012 19:42
Vilja rigningu til að skola Grímsvatnaöskunni burt Úrhellsrigningar er það sem bændur í Skaftárhreppi óska sér nú heitast til að losna við öskuna úr Grímsvötnum. Undir Eyjafjöllum er verið að setja Svaðbælisá í nýjan farveg og með því vonast menn til að vandræðin sem hlutust af eldgosinu úr Eyjafjallajökli verði að mestu úr sögunni. 22.5.2012 19:11
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB-aðildar Nýr meirihluti myndaðist í morgun í utanríkismálanefnd fyrir því að vísa umsókn um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir áramót. Málið mun hafa komið viðkvæmri sátt í fleiri málum milli stjórnarflokkanna í algjört uppnám. 22.5.2012 19:00
Óvæntur glaðningur fylgir íslenska laginu í Eurovision Evrópubúar mega búast við óvæntum og hjartnæmum glaðningi frá íslenska Eurovision-hópnum sem stígur á svið í Bakú eftir stutta stund. Fréttamaður ræddi við Jónsa sem var á leið í tónleikahöllina fyrir stuttu. 22.5.2012 18:30
Annþór og Börkur í einangrun Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson sem afplána nú dóma á Litla-Hrauni hafa verið settir í einangrun grunaðir um að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu hann til dauða. Ekki hefur verið tekin skýrsla af mönnunum sem eru þekktir afbrotamenn. 22.5.2012 17:58
Gréta Salóme: Síðasta rennsli fyrir keppni gekk vel „Það er alveg svakalega góð stemning hérna," segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, lagahöfundur og annar flytjandi íslenska Eurovision lagsins. Þáttastjórnendur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis ræddu við Grétu í dag en hún var þá nýstigin af sviði í Bakú. 22.5.2012 17:12
Fangar grunaðir um morð Tveir fangar á Litla-Hrauni voru færðir í einangrun síðdegis, grunaðir um að bera ábyrgð á dauða samfanga. Karlmaður um fimmtugt lést í fangelsinu í síðustu viku eins og Vísir greindi frá. Þá var talið að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. 22.5.2012 16:24
Skiptar skoðanir í utanríkismálanefnd um framhald ESB-viðræðna Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar vill halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Kosið verði um aðild þegar samningur er til lykta leiddur. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, lagði fram bókun á fundi utanríkismálanefndar í morgun þar sem hún fer fram á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrir lok þessa árs. Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hugsanlega sé meirihluti í nefndinni fyrir þessari tillögu Guðfríðar, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt aðildarviðræðuferlið harðlega. 22.5.2012 15:17
Gunnar Birgisson dæmdur til að greiða sekt Gunnar Birgisson og Sigrún Ágústa Bragadóttir voru dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna brota tengdum störfum þeirra fyrir Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs. Þeim var ekki gerð refsing að öðru leyti og aðrir stjórnarmenn í sjóðnum voru sýknaðir af ákæru. 22.5.2012 13:53
Fjármögnun Vaðlaheiðaganga verði rædd í vikunni Stefnt er að því að hægt verði að taka fjármögnun Vaðlaheiðaganga á dagskrá þingsins í vikunni. Framkvæmdin hefur verið umdeild, áætlaður kostnaður við byggingu þeirra er um 8,7 milljarðar. Vonast er til þess að féð verði greitt til baka á komandi árum, svo sem í gegnum veggjöld en óvissa hefur verið um fjármögnun verkefnisins. 22.5.2012 13:11
Rússnesku ömmurnar hafa mikið fylgi Eurovisionfarinn Greta Salóme Stefánsdóttir gefur lítið fyrir spádóma um úrslit Eurovisionkeppninnar. Íslenski hópurinn stígur á svið eftir um sjö klukkustundir og allt er að verða tilbúið fyrir stóru stundina. Hið svokallaða dómararennsli fór fram í gær sem gekk vel að sögn Gretu Salóme. 22.5.2012 12:59
Morðingi í dómi: Djöfuls viðbjóður - fokkaðu þér Kröfu um að réttarhöld yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni yrði lokuð var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Það voru lögmenn aðstandenda hinnar látnu sem báru kröfuna fram og tók verjandi Hlífars undir þá kröfu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafnaði hins vegar kröfunni. 22.5.2012 11:34
Verjandi meints morðingja vill lokað réttarhald Lögmaður fjölskyldu Þóru Eyjalínar Gísladóttur, sem var myrt í Hafnarfirði í febrúar á þessu ári, krefst þess að réttarhöldin yfir meintum morðingja verði lokuð. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22.5.2012 10:55
74% brota framin á höfuðborgarsvæðinu Um 74% hegningarlagabrota sem framin voru á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru framin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði. Alls voru framin 3.700 hegningarlagabrot og þar af voru 2.722 brot á höfuðborgarsvæðinu. Næstflest brot voru skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum eða 7% brota og þar á eftir fylgir lögreglan á Akureyri með 5% hegningarlagabrota. Þá voru 4% allra hegningarlagabrota skráð hjá lögreglunni á Selfossi. Fjögur lögregluembætti hafa því sinnt 90% hegningarlagabrota. 22.5.2012 10:18
Sendiherra Þýskalands gagnrýnir „aðalritstjóra“ Morgunblaðsins Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen, segir í opnu bréfi til "aðalritstjóra" Morgunblaðsins í dag, að hann furði sig mjög á þeirri fullyrðingu sem fram hafi komið í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu 14. maí, að sendiherra ESB á Íslandi hafi blandað sér í innanríkismál og þannig brotið gegn umboði sínu sem erlendur sendiráðsmaður. „Að slík ásökun skuli koma frá ritstjórn virts dagblaðs í sjálfsöruggu lýðræðisríki eins og Íslandi sem er nátengt ESB, m.a. með aðild sinni að EES, gerir hana þeim mun óskiljanlegri og fjandsamlegri," segir Sausen m.a. í grein sinni. 22.5.2012 09:22
Fór niður Niagara fossa og lifði það af Manni einum í sjálfsmorðshugleiðingum mistókst ætlunarverk sitt þegar hann lifði það af að steypast fram af Niagara fossunum á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Talið er að þetta sé í þriðja sinn sem maður lifir þetta af. 22.5.2012 09:05
Hæsti turn heims opnaður almenningi Hæsti turn í heimi hefur nú verið opnaður almenningi en hann hefur verið fjögur ár í byggingu. Turninn risavaxni er í japönsku borginni Tókíó og heitir Skytree, eða Himnatréð. Hann er um það bil tvisvar sinnum hærri en Eiffel turninn í París, eða 634 metrar á hæð og hann kostaði um 800 milljónir dollara. Þótt turninn hafi verið opnaður fyrir almenningi í dag þá er enginn hægðarleikur að komast upp í hann til að njóta útsýnisins, því uppselt er í turninn fram í miðjan júlí. 22.5.2012 09:03
Regnið dró úr öskuskýinu Ryk- og öskumengun í lofti á Suður- og Suðvesturlandi hefur hríðfallið frá því sem verst var í gærkvöldi, eftir að rigna tók á Suðurlandi í gærkvöldi. 22.5.2012 09:02
Blóð Reagans boðið upp Uppboð þar sem til stendur að selja blóð úr Ronald Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur sætt mikilli gagnrýni. 22.5.2012 08:52
Ekkert verður af því að Hreyfingin styðji stjórnina Ekkert verður af því að þingmenn Hreyfingarinnar samþykki að verja ríkisstjórnina falli. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingflokknum sem barst í morgun en viðræður hafa staðið í nokkra daga. "Því miður náðist ekki samkomulag og er viðræðunum lokið af okkar hálfu. Þar sem samningar hafa ekki tekist liggur ekki fyrir neitt samkomulag um að við verjum ríkisstjórnina vantrausti,“ segir í tilkynningunni en viðræðurnar voru sagðar "óbeint framhald“ funda sem haldnir voru um síðustu áramót og skiluðu ekki heldur niðurstöðu. 22.5.2012 07:07
Umræðu á Alþingi frestað á ný Síðari umræðu um þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var frestað skömmu fyrir miðnætti í kvöld. 22.5.2012 00:31
Mikið af fölsuðum malaríulyfjum í umferð Þriðjungur allra malaríulyfja sem notuð eru í heiminum í dag eru fölsuð. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós sem fjallað er um í læknablaðinu The Lancet. Í ljós kom að í mörgum tilfellum sé um lélegar eftirlíkingar að ræða en í sumum einfaldlega um gagnslaus efni að ræða. Þetta valdi því að verr gangi að hefta útbreiðslu sjúkdómsins auk þess sem æ erfiðara verði að vinna bug á honum með hefðbundnum lyfjum. Rannsóknin náði aðeins til Afríku og Suðaustur-Asíu en ekki til Kína og Indlands og óttast menn að ástandið þar sé síst betra. 22.5.2012 08:44
Bandaríski herinn notar falsaða varahluti frá Kína Fjölmörg dæmi eru um að falsaðir varahlutir framleiddir í Kína séu notaðir í bandarískum hergögnum. Þetta leiðir viðamikil rannsókn öldungardeildarþingmanna í ljós. Nefndin hefur sýnt fram á að minnsta kosti 1800 tilvik þar sem ólöglegir varahlutir voru notaðir í raftæki um borð í herþotum og skriðdrekum og í rúmlega 70 prósent tilvika var um varahluti frá Kína að ræða. 22.5.2012 08:41
Samstaða vill að ríkisstjórnin víki Stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, krefst þess í yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér í gærkvöldi að ríkisstjórnin víki hið fyrsta og bvoðað verði til kosninga. 22.5.2012 08:40
Svíar segja að nýtt NATO hafi orðið til NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. 22.5.2012 07:30
Öryggisbúnaður og kunnátta skipta öllu Öryggisbúnaður og kunnátta í því að nota slíkan búnað skipta sköpum þegar óvænt hættuástand skapast á fjöllum. Það segir Smári Sigurðsson, þaulvanur vélsleðamaður, en hann lenti í háska í fjallaferð í síðustu viku. 22.5.2012 06:30
Yfirtaka ÍLS á lánum lífeyrissjóða skoðuð Starfshópur skoðar nú ýmsar útfærslur á því að Íbúðalánasjóður taki yfir lánsveðslán lífeyrissjóðanna. Ráðherra útilokar enga leið sem geti leyst hútinn. Lífeyrissjóðirnir vilja ekki fella niður lánin þar sem lög heimila þeim það ekki. 22.5.2012 06:00
Vísbendingar um sérlausnir Vísbendingar eru um það í opnunarviðmiðum Evrópusambandsins (ESB) fyrir þann hluta aðildarviðræðna sem snýr að landbúnaðarmálum að sérstakt tillit verði tekið til aðstæðna hér á landi í aðildarsamningi við Ísland. 22.5.2012 06:00
Segjast hafa lokað á sölu fisks frá Granda Hvalfriðunarsamtök fullyrða að þau hafi komið í veg fyrir sölu á fiski frá HB Granda á Ólympíuleikunum í London í sumar. Forsvarsmenn HB Granda koma af fjöllum. Samtökin hafa lengi barist gegn Granda vegna tengsla við Hval hf. 22.5.2012 05:30
Hefur ítrekað farið fram úr áætlunum Kostnaður við rekstur Lyfjastofnunar hefur verið umfram áætlanir þrjú af síðustu fjórum árum og stefnir allt í að sama muni gilda um yfirstandandi ár. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur stofnunarinnar. 22.5.2012 05:30
Mega geyma erfðabreytt fræ í Grindavík Líftækni hefur fengið leyfi frá Umhverfisstofnun fyrir geymslu og frævinnslu á erfðabreyttu byggi í húsnæði við Vörðusund 1 í Grindavík. Heimilt er að vinna með bygguppskeru frá ræktunarstöðum ORF Líftækni hf. 22.5.2012 05:30
ASÍ undirbýr málaferli gegn ríkinu vegna fjársýsluskatts Ríkið brýtur gegn jafnræðisreglu með innheimtu fjársýsluskatts frá lífeyrissjóðum segir forseti ASÍ. Hann segir að leysa þurfi vanda vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisins eða hækka tekjuskatt um fjögur prósentustig. 22.5.2012 05:00
Eigum sameiginlega norðurslóðahagsmuni Tveir franskir vísindamenn eru staddir hér á landi til að efla samvinnu í vísindarannsóknum á norðurheimskautssvæðinu. Segja Ísland og Frakkland geta boðið hvort öðru upp á margt á hinu mikilvæga sviði loftslagsrannsókna. 22.5.2012 05:00
Uppgjafahermenn mótmæltu stríðsrekstri Um 50 bandarískir uppgjafahermenn fleygðu heiðursorðum sínum í götuna í Chicago í gær. Mennirnir komu saman fyrir utan fundarstað Atlantshafsbandalagsins sem nú kemur saman í borginni. 22.5.2012 00:01
Örkin hans Nóa er í Hong Kong Örk í fullri stærð má nú finna í Hong Kong í Kína. Fleyið er tæpir 140 metrar á lengd og rúmlega 20 metrar á breidd. 21.5.2012 23:31
Drauma dansleikur fatlaðra nemanda í Las Vegas Skóladansleikurinn er stórmál hjá mörgum nemendum í Bandaríkjunum. En þessi rótgróna hefð er þó ekki á allra færi. Þeir sem þjást af andlegri eða líkamlegri fötlun verða oft á tíðum útundan þegar samnemendur þeirra fagna námslokum sínum. 21.5.2012 22:19
Grunaður morðingi fyrir dóm á morgun Ákæra gegn Hlífari Vatnari Stefánssyni verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hlífar er grunaður um að hafa banað fyrrverandi unnustu sinni í Hafnarfirði í byrjun febrúar á þessu ári. 21.5.2012 20:12
Börðust við sinueld í fjóra tíma Sinueldur kviknaði í svæði við Krýsuvíkurveg á þriðja tímanum í dag. Töluverður fjöldi slökkviliðsmanna barðist við sinuna sem var meðal annars í mosa og því erfið viðureignar. Það tók slökkviliðsmennina um fjóra tíma að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið naut aðstoðar Landhelgisgæslunnar við verkið sem hellti vatni úr stórum poka sem hékk úr þyrlu Gæslunnar. 21.5.2012 19:35
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent