Fleiri fréttir Lítil von talin á vopnahléi í dag Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í langan tíma í Sýrlandi, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að vopnahlé hæfist þar í dag. Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 100 manns hafi látið þar lífið í gær. 10.4.2012 05:00 Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. 10.4.2012 03:00 Frídagarnir milljarða virði Þjóðarframleiðsla í Bretlandi myndi aukast um nítján milljarða punda á ári ef lögbundnir frídagar yrðu afnumdir. Það jafngildir um 3.800 milljörðum íslenskra króna. 10.4.2012 02:00 Í fangelsi fyrir bílastæðabrot Bílastæðayfirvöld í Kaupmannahöfn og samtök fatlaðra hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir misnotkun á bílastæðum fyrir fatlaða. Þetta kemur fram hjá danska ríkisútvarpinu. Mögulegt er að þeir sem leggja ólöglega í slík stæði verði dæmdir í fangelsi. 10.4.2012 01:30 Fljótandi eyjar í sjónmáli Víða um heim eru arkitektar og borgarskipuleggjendur að leita nýstárlegra lausna fyrir þau fjölmörgu svæði á jörðinni sem búast má við að fari annað hvort varanlega á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagshlýnunar eða tímabundið þegar flóð steðja að vegna óstöðugs veðurlags. 10.4.2012 01:00 Örþrifaráð sem hafa vakið lítil viðbrögð Alls hafa 32 Tíbetar kveikt í sjálfum sér undanfarið ár til þess að mótmæla yfirráðum Kína. Þetta er ein stærsta bylgja sjálfsvíga af þessu tagi áratugum saman. 10.4.2012 01:00 Sorg í dýragarðinum eftir að fílsungi drapst við fæðingu Aðstandendur dýragarðs í Leipzig í Þýskalandi eru með sorg í hjarta þessa dagana því fílsunginn sem beðið hefur verið eftir síðustu mánuði drapst í morgun stuttu eftir að hann kom í heiminn. 9.4.2012 22:00 Prenta súkkulaði í þrívídd Nýr súkkulaðiprentari gæti umbylt súkkulaðiframleiðslu þegar hann kemur á markað seinni partinn í apríl, segir í frétt BBC. Hönnuðir tækisins treysta á að eftirspurnin verði mikil þó páskarnir verði liðnir með tilheyrandi súkkulaðiáti. 9.4.2012 20:45 Fornmenn stálu bráð frá ljónum Rannsóknir á heillegu hræi af ungum mammúti sýna að bæði ljón og menn áttu þátt í dauða hans á sléttum Síberíu fyrir um 10 þúsund árum. Það þykir benda til þess að hópar veiðimanna hafi stolið bráð af ljónum, samkvæmt frétt BBC. 9.4.2012 21:30 Kappaksturbraut í íbúðahverfi Íbúar við Ánanaust hafa fengið sér þrefalt gler til að einangra hávaða frá hraðakstri á nóttunni. Íbúi tók upp myndband þar sem ískur og vélahljóð heyrast greinilega. 9.4.2012 20:00 Reyndi að stinga lögregluna af - faldi sig bak við gám Við hefðbundundið umferðareftirlit í gær veitti lögreglan á Suðurnesjum athygli ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn ók inn á bifreiðastæði fyrirtækis í Reykjanesbæ og fylgdi lögreglubíll á eftir. Á bílastæðinu stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina, stökk út úr henni og tók til fótanna að gámi aftan við húsnæði fyrirtækisins. Hann faldi sig bak við gáminn en var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem akstur undir áhrifum fíkniefna fékkst staðfestur. 9.4.2012 18:58 Vill hitta fólk í eigin persónu og heyra þeirra sögu Lítið hefur farið fyrir Hannesi Bjarnasyni forsetaframbjóðanda fram að þessu. Hann segir það með ráðum gert, enda hefjist hans kosningabarátta ekki fyrr en í lok mánaðarins. 9.4.2012 18:44 Hrikalegt ástand í Sýrlandi Óttast er að átökin í Sýrlandi kunni að stigmagnast eftir að til skotbardaga kom milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Hermennirnir eru sakaðir um að hafa skotið yfir landmærin með þeim afleiðingum að einn flóttamaður féll og fimm særðust. 9.4.2012 18:32 Leita að Ester Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ester Björg Ragnarsdóttur, sem fór frá heimili sínu í Breiðholti á skírdag. Ekkert er vitað um hvar hún er nú niðurkomin. Ester er um 170 cm á hæð, um 55-58 kg. á þyngd, grannvaxin með dökkt stutt hár og með blá augu. Hún var klædd í hvíta dúnúlpu og galla stuttbuxur en ekki er vitað með frekari klæðnað. Þeir sem hafa orðið varir við eða vita um ferðir Esterar B. Ragnarsdóttur frá 05.04.2012 s.l. , eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000. 9.4.2012 17:29 Lögreglan handtók reykingarkonu Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum á föstudaginn síðastliðinn vegna flugfarþega sem hafði orðið uppvís að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair. Lögregla var mætt á staðinn þegar flugvélin lenti. Farþeginn reyndist vera rúmlega fertug erlend kona, sem færð var til varðstofu Flugstöðvardeildar til nánari upplýsingatöku. Hún kvaðst hafa reykt inni á salerni flugvélarinnar þar sem hún hefði verið á svo löngu ferðalagi. Konan var frjáls ferða sinna að svo búnu, en málið er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum. 9.4.2012 16:41 Börn að leik með notaða sprautunál Vegfarandi hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum nú um páskahelgina og vísaði á sprautunál sem lá í moldarbeði við hús í Reykjanesbæ. Hann hafði verið á gangi fram hjá húsinu, þegar hann heyrði tal nokkurra barna, um það bil fimm ára gamalla, sem voru að tala um að fara í læknisleik með sprautunál. Hann spurði börnin hvað þau væru að gera en þá hlupu þau í burtu. Nálin var fjarlægð og eytt á lögreglustöð. 9.4.2012 16:32 "Hafði ekki hugmyndaflug í að þetta gæti orðið jafn slæmt" "Ég hafði ekki hugmyndaflug í að þetta frumvarp gæti orðið jafn slæmt og það lítur út fyrir að vera fyrir útgerð, fiskvinnslu og sölustarfsemi og þar með atvinnustarfsemi í landinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og aðaleigandi Samherja um frumvörp sjávarútvegsráðherra til nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða annars vegar og veiðigjalds hins vegar. 9.4.2012 16:11 Björgunarsveitamenn aðstoða í ófærð Björgunarsveitin Dagrenning frá Hólmavík er nú á Steingrímsfjarðarheiði að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum. Þegar hafa tveir bílar farið út af og ökumönnum tveggja annarra þurftu aðstoð við að koma bílnum sínum niður af heiðinni. Ekki er mikill snjór á veginum en skyggni er afar slæmt. 9.4.2012 15:50 Sex innbrot um helgina Sex innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina. Fjöldi fólks leggur vanalega í ferðalög yfir páska og ekki er útilokað að tilkynningar um fleiri innbrot muni berast þegar fólk snýr heim úr ferðum sínum. Þá hafa tuttuguogfjórir ökumenn verið teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 9.4.2012 14:56 Gætum þurft að semja tvisvar um sjávarútveginn Hugsanlega þurfa Íslendingar að semja tvisvar um sjávarútvegsmál fari svo að Evrópusambandið breyti löggjöf sinni eftir að búið er að semja um málaflokkinn, en kafli um sjávarútveg í viðræðum við sambandið verður opnaður á síðari hluta þessa árs. 9.4.2012 14:30 Eldur í Lundi Slökkviliðið var kallað að veislusalnum Lundi í Kópavogi nú um tvöleytið. Þar hafði eldur læst sig í millivegg, en talið er að eldurinn hafi kveiknað út frá kerti eða kertaskreytingu. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn og greiðlega gekk að slökkva hann. 9.4.2012 14:09 Elín býður sig ekki fram Elín Hirst fjölmiðlakona hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Elín sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Þar segir að hún hafi á undanförnum vikum hugleitt framboð og margir hafi hvatt hana til slíks. 9.4.2012 13:30 Allt snævi þakið á Ísafirði Allt er snævi þakið á Ísafirði, þar sem þessi mynd var tekin í morgun. Snjókoman hófst seinnipartinn í gær og snjóaði í alla nótt samkvæmt upplýsingum Vísis. Vegir á Vestfjörðum eru illfærir. Snjóþekja eða krapi er víða á Vestfjörðum. Hálka og óveður er á Gemlufallsheiði og slæmt ferðaveður. Beðið er með mokstur á Klettshálsi vegna veðurs. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru enn ófærar. 9.4.2012 12:32 Norðmenn grunaðir um ólöglegar veiðar við Ísland Áhöfn TFGNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar stóð norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi um klukkan ellefu í morgun. 9.4.2012 12:08 Tafir á flugi Ekkert hefur verið flogið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í dag en hátíðin Aldrei fór ég suður fór fram þar um helgina og er þar víst staddur fjöldi fólks sem vill komast til síns heima. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands er flug til Akureyrar og Egilsstaða hins vegar á áætlun. 9.4.2012 10:38 Er hugsanlega faðir 600 barna Grunur leikur á að Bertold Wiesner, breskur vísindamaður, sem setti upp tæknifrjóvgunarstofu ásamt eiginkonu sinni á fimmta áratug síðustu aldar sé faðir allt að sex hundruð barna sem urðu til með hjálp stofunnar. Þetta sýna niðurstöður rannsókna tveggja manna sem þegar hafa fengið úr því skorið að þeir eru líffræðilegir synir mannsins. Um er að ræða 2/3 af öllum þeim börnum sem komu í heiminn fyrir tilstuðlan stofunnar. 9.4.2012 10:28 Of feitar konur virðast líklegri til að eignast einhverf börn Konur sem eru of feitar, sykursjúkar eða með of háan blóðþrýsting á meðgöngu geta verið um 60% líklegri til þess að eignast börn með einhverfu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem verður birt í maíhefti læknatímaritsins Pediatrics. Paula Krakowiak, doktorsnemi í faraldsfræði við Kalíforníuháskóla, vinnur rannsóknina. Hún segir að þótt sýnt hafi verið fram á einhver tengsl á milli heilsu móður á meðgöngu og einhverfu sé enn ekkert hægt að fullyrða um að heilsubrestir móður geti beinlínis orsakað einhverfu. 9.4.2012 10:04 Skíðasvæði víða opin Opið er í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan fjögur en í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan fimm. Gott skíðaveður er á öllum svæðunum, heiðskýrt og hitastig í kringum mínus tvær nema í Skálafelli þar sem er rétt undir frostmarki. Þeir sem eiga eftir að fara í messu yfir páskana geta slegið tvær flugur í einu höggi því hin árlega páskamessa verður haldin við Bláfjallaskála klukkan eitt þar sem séra Pálmi Matthíasson messar. 9.4.2012 09:41 Tveir gistu fangageymslur á Akureyri Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri eftir nóttina. Annar var tekinn fyrir rúðubrot en hinn fyrir minniháttar líkamsárás. Lögreglan á Akureyri segir að skemmtanahald næturinnar hafi að öðru leyti farið vel fram. 9.4.2012 09:24 Farþega Titanic minnst í sérstakri siglingu Breska farþegaskipið Balmoral lagði í gær af stað í sérstaka siglingu til að minnast þeirra sem létu lífið í Titanic slysinu fyrir hundrað árum. Uppselt var í ferðina en skipið mun sigla sömu leið og Titanic gerði í jómfrúarferð sinni. 9.4.2012 00:00 Ættingjar leggja í minningarsiglingu um Titanic Ættingjar þeirra sem létust þegar breska farþegaskipið RMS Titanic sökk í sæ héldu í sjóferð í dag til minningar um fórnarlömbin. Sunnudaginn 15. apríl næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Titanic sökk. 8.4.2012 22:00 Andstæðingar frumvarps mótmæla með frumlegum hætti Andstæðingar væntanlegrar löggjafar í Arizona í Bandaríkjunum sem mun takmarka styrki vegna kaupa á getnaðarvörnum sendu heldur óvanalegar gjafir til löggjafa í ríkinu. 8.4.2012 21:00 Spilað stanslaust í fimm vikur - farin að upplifa frægðina Nýjasta plata íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men seldist í meira en fjörutíu þúsund eintökum á útgáfudegi í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar, sem nú eru á tónleikaferðalagi vestanhafs, segjast vera farnir að upplifa frægðina. 8.4.2012 20:15 Bónorð á Aldrei fór ég suður "Það er ást á Aldrei fór ég suður," sagði Sverrir Örn Ingólfsson, unnusti. "Ég verð bara að gera þetta núna. Halldóra Gunnlaugsdóttir, viltu giftast mér?" 8.4.2012 19:45 Karl biskup flutti sína síðustu páskapredikun í dag Karl Sigurbjörnsson, biskup, flutti sína síðustu páskahátíðarpredikun í Dómkirkjunni í morgun en hann lætur af embætti í sumar. Hann segir það hafa verið gleðilegt að fá að flytja þjóðinni boðskapinn í gegnum árin. 8.4.2012 19:15 Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8.4.2012 19:00 Erfið staða hjá Samkeppniseftirlitinu Fjárheimildir Samkeppniseftirlitsins hafa dregist saman um átta prósent á sama tíma og málafjöldi hefur aukist um áttatíu prósent. Þessi staða gengur ekki upp til lengdar, segir forstjóri eftirlitsins. 8.4.2012 18:30 Heimsveldin uggandi yfir eldflaugaskoti Norðu-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa komið hinni risavöxnu Unha-3 eldflaug fyrir á skotpalli á norðvesturströnd landsins. Á sama tíma berast fregnir af fyrirhugaðri tilraun með kjarnorkusprengju. 8.4.2012 18:03 Smáforrit munu hjálpa fólki á hamfarasvæðum Stjórnvöld í Bretlandi munu eyða tæpum tíu milljörðum króna í þróun sérstakra smáforrita sem aðstoða munu fórnarlömb náttúruhamfara. 8.4.2012 17:12 Blóðbað í Sýrlandi - Rúmlega 160 látnir á tveimur dögum Að minnsta kosti 30 létu lífið í átökum andspyrnumanna og sýrlenskra öryggissveita í dag. Þannig hafa rúmlega 160 manns fallið í átökunum það sem af er páskahelginni. 8.4.2012 16:35 Blaðamaðurinn Mike Wallace látinn Blaðamaðurinn fyrrverandi Mike Wallace lést í dag. Hann var 93 ára gamall. Síðustu ár hafði Wallace þurft að glíma við ýmsa heilsukvilla. Árið 2008, þá 90 ára gamall, þurfti Wallace að gangast undir hjartaskurðaðgerð. 8.4.2012 15:16 Gunter Grass meinaður aðgangur að Ísrael Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í dag að nóbelsverðlaunaskáldinu Gunter Grass verði héðan í frá meinaður aðgangur að landinu. 8.4.2012 15:00 Stjórnvöld í Barein ætla ekki að framselja Abdulhadi Yfirvöld í Barein ætla ekki að framselja danska ríkisborgarann Abdulhadi al-Khawaja. 8.4.2012 14:20 Tveir handteknir í Tulsa Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skotið fimm manns á föstudagskvöldið, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa. 8.4.2012 13:13 Áhyggjuefni að færri feður fari í fæðingarorlof Velferðarráðherra segir það áhyggjuefni að feðrum sem taka fæðingarorlof fari fækkandi. Verið sé að skoða að hækka aftur hámarksgreiðslur Fæðingarorlofssjóðs til að bregðast við þessu. 8.4.2012 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Lítil von talin á vopnahléi í dag Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í langan tíma í Sýrlandi, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að vopnahlé hæfist þar í dag. Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 100 manns hafi látið þar lífið í gær. 10.4.2012 05:00
Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. 10.4.2012 03:00
Frídagarnir milljarða virði Þjóðarframleiðsla í Bretlandi myndi aukast um nítján milljarða punda á ári ef lögbundnir frídagar yrðu afnumdir. Það jafngildir um 3.800 milljörðum íslenskra króna. 10.4.2012 02:00
Í fangelsi fyrir bílastæðabrot Bílastæðayfirvöld í Kaupmannahöfn og samtök fatlaðra hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir misnotkun á bílastæðum fyrir fatlaða. Þetta kemur fram hjá danska ríkisútvarpinu. Mögulegt er að þeir sem leggja ólöglega í slík stæði verði dæmdir í fangelsi. 10.4.2012 01:30
Fljótandi eyjar í sjónmáli Víða um heim eru arkitektar og borgarskipuleggjendur að leita nýstárlegra lausna fyrir þau fjölmörgu svæði á jörðinni sem búast má við að fari annað hvort varanlega á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagshlýnunar eða tímabundið þegar flóð steðja að vegna óstöðugs veðurlags. 10.4.2012 01:00
Örþrifaráð sem hafa vakið lítil viðbrögð Alls hafa 32 Tíbetar kveikt í sjálfum sér undanfarið ár til þess að mótmæla yfirráðum Kína. Þetta er ein stærsta bylgja sjálfsvíga af þessu tagi áratugum saman. 10.4.2012 01:00
Sorg í dýragarðinum eftir að fílsungi drapst við fæðingu Aðstandendur dýragarðs í Leipzig í Þýskalandi eru með sorg í hjarta þessa dagana því fílsunginn sem beðið hefur verið eftir síðustu mánuði drapst í morgun stuttu eftir að hann kom í heiminn. 9.4.2012 22:00
Prenta súkkulaði í þrívídd Nýr súkkulaðiprentari gæti umbylt súkkulaðiframleiðslu þegar hann kemur á markað seinni partinn í apríl, segir í frétt BBC. Hönnuðir tækisins treysta á að eftirspurnin verði mikil þó páskarnir verði liðnir með tilheyrandi súkkulaðiáti. 9.4.2012 20:45
Fornmenn stálu bráð frá ljónum Rannsóknir á heillegu hræi af ungum mammúti sýna að bæði ljón og menn áttu þátt í dauða hans á sléttum Síberíu fyrir um 10 þúsund árum. Það þykir benda til þess að hópar veiðimanna hafi stolið bráð af ljónum, samkvæmt frétt BBC. 9.4.2012 21:30
Kappaksturbraut í íbúðahverfi Íbúar við Ánanaust hafa fengið sér þrefalt gler til að einangra hávaða frá hraðakstri á nóttunni. Íbúi tók upp myndband þar sem ískur og vélahljóð heyrast greinilega. 9.4.2012 20:00
Reyndi að stinga lögregluna af - faldi sig bak við gám Við hefðbundundið umferðareftirlit í gær veitti lögreglan á Suðurnesjum athygli ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn ók inn á bifreiðastæði fyrirtækis í Reykjanesbæ og fylgdi lögreglubíll á eftir. Á bílastæðinu stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina, stökk út úr henni og tók til fótanna að gámi aftan við húsnæði fyrirtækisins. Hann faldi sig bak við gáminn en var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem akstur undir áhrifum fíkniefna fékkst staðfestur. 9.4.2012 18:58
Vill hitta fólk í eigin persónu og heyra þeirra sögu Lítið hefur farið fyrir Hannesi Bjarnasyni forsetaframbjóðanda fram að þessu. Hann segir það með ráðum gert, enda hefjist hans kosningabarátta ekki fyrr en í lok mánaðarins. 9.4.2012 18:44
Hrikalegt ástand í Sýrlandi Óttast er að átökin í Sýrlandi kunni að stigmagnast eftir að til skotbardaga kom milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Hermennirnir eru sakaðir um að hafa skotið yfir landmærin með þeim afleiðingum að einn flóttamaður féll og fimm særðust. 9.4.2012 18:32
Leita að Ester Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ester Björg Ragnarsdóttur, sem fór frá heimili sínu í Breiðholti á skírdag. Ekkert er vitað um hvar hún er nú niðurkomin. Ester er um 170 cm á hæð, um 55-58 kg. á þyngd, grannvaxin með dökkt stutt hár og með blá augu. Hún var klædd í hvíta dúnúlpu og galla stuttbuxur en ekki er vitað með frekari klæðnað. Þeir sem hafa orðið varir við eða vita um ferðir Esterar B. Ragnarsdóttur frá 05.04.2012 s.l. , eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000. 9.4.2012 17:29
Lögreglan handtók reykingarkonu Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum á föstudaginn síðastliðinn vegna flugfarþega sem hafði orðið uppvís að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair. Lögregla var mætt á staðinn þegar flugvélin lenti. Farþeginn reyndist vera rúmlega fertug erlend kona, sem færð var til varðstofu Flugstöðvardeildar til nánari upplýsingatöku. Hún kvaðst hafa reykt inni á salerni flugvélarinnar þar sem hún hefði verið á svo löngu ferðalagi. Konan var frjáls ferða sinna að svo búnu, en málið er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum. 9.4.2012 16:41
Börn að leik með notaða sprautunál Vegfarandi hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum nú um páskahelgina og vísaði á sprautunál sem lá í moldarbeði við hús í Reykjanesbæ. Hann hafði verið á gangi fram hjá húsinu, þegar hann heyrði tal nokkurra barna, um það bil fimm ára gamalla, sem voru að tala um að fara í læknisleik með sprautunál. Hann spurði börnin hvað þau væru að gera en þá hlupu þau í burtu. Nálin var fjarlægð og eytt á lögreglustöð. 9.4.2012 16:32
"Hafði ekki hugmyndaflug í að þetta gæti orðið jafn slæmt" "Ég hafði ekki hugmyndaflug í að þetta frumvarp gæti orðið jafn slæmt og það lítur út fyrir að vera fyrir útgerð, fiskvinnslu og sölustarfsemi og þar með atvinnustarfsemi í landinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og aðaleigandi Samherja um frumvörp sjávarútvegsráðherra til nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða annars vegar og veiðigjalds hins vegar. 9.4.2012 16:11
Björgunarsveitamenn aðstoða í ófærð Björgunarsveitin Dagrenning frá Hólmavík er nú á Steingrímsfjarðarheiði að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum. Þegar hafa tveir bílar farið út af og ökumönnum tveggja annarra þurftu aðstoð við að koma bílnum sínum niður af heiðinni. Ekki er mikill snjór á veginum en skyggni er afar slæmt. 9.4.2012 15:50
Sex innbrot um helgina Sex innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina. Fjöldi fólks leggur vanalega í ferðalög yfir páska og ekki er útilokað að tilkynningar um fleiri innbrot muni berast þegar fólk snýr heim úr ferðum sínum. Þá hafa tuttuguogfjórir ökumenn verið teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 9.4.2012 14:56
Gætum þurft að semja tvisvar um sjávarútveginn Hugsanlega þurfa Íslendingar að semja tvisvar um sjávarútvegsmál fari svo að Evrópusambandið breyti löggjöf sinni eftir að búið er að semja um málaflokkinn, en kafli um sjávarútveg í viðræðum við sambandið verður opnaður á síðari hluta þessa árs. 9.4.2012 14:30
Eldur í Lundi Slökkviliðið var kallað að veislusalnum Lundi í Kópavogi nú um tvöleytið. Þar hafði eldur læst sig í millivegg, en talið er að eldurinn hafi kveiknað út frá kerti eða kertaskreytingu. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn og greiðlega gekk að slökkva hann. 9.4.2012 14:09
Elín býður sig ekki fram Elín Hirst fjölmiðlakona hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Elín sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Þar segir að hún hafi á undanförnum vikum hugleitt framboð og margir hafi hvatt hana til slíks. 9.4.2012 13:30
Allt snævi þakið á Ísafirði Allt er snævi þakið á Ísafirði, þar sem þessi mynd var tekin í morgun. Snjókoman hófst seinnipartinn í gær og snjóaði í alla nótt samkvæmt upplýsingum Vísis. Vegir á Vestfjörðum eru illfærir. Snjóþekja eða krapi er víða á Vestfjörðum. Hálka og óveður er á Gemlufallsheiði og slæmt ferðaveður. Beðið er með mokstur á Klettshálsi vegna veðurs. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru enn ófærar. 9.4.2012 12:32
Norðmenn grunaðir um ólöglegar veiðar við Ísland Áhöfn TFGNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar stóð norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi um klukkan ellefu í morgun. 9.4.2012 12:08
Tafir á flugi Ekkert hefur verið flogið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í dag en hátíðin Aldrei fór ég suður fór fram þar um helgina og er þar víst staddur fjöldi fólks sem vill komast til síns heima. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands er flug til Akureyrar og Egilsstaða hins vegar á áætlun. 9.4.2012 10:38
Er hugsanlega faðir 600 barna Grunur leikur á að Bertold Wiesner, breskur vísindamaður, sem setti upp tæknifrjóvgunarstofu ásamt eiginkonu sinni á fimmta áratug síðustu aldar sé faðir allt að sex hundruð barna sem urðu til með hjálp stofunnar. Þetta sýna niðurstöður rannsókna tveggja manna sem þegar hafa fengið úr því skorið að þeir eru líffræðilegir synir mannsins. Um er að ræða 2/3 af öllum þeim börnum sem komu í heiminn fyrir tilstuðlan stofunnar. 9.4.2012 10:28
Of feitar konur virðast líklegri til að eignast einhverf börn Konur sem eru of feitar, sykursjúkar eða með of háan blóðþrýsting á meðgöngu geta verið um 60% líklegri til þess að eignast börn með einhverfu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem verður birt í maíhefti læknatímaritsins Pediatrics. Paula Krakowiak, doktorsnemi í faraldsfræði við Kalíforníuháskóla, vinnur rannsóknina. Hún segir að þótt sýnt hafi verið fram á einhver tengsl á milli heilsu móður á meðgöngu og einhverfu sé enn ekkert hægt að fullyrða um að heilsubrestir móður geti beinlínis orsakað einhverfu. 9.4.2012 10:04
Skíðasvæði víða opin Opið er í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan fjögur en í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan fimm. Gott skíðaveður er á öllum svæðunum, heiðskýrt og hitastig í kringum mínus tvær nema í Skálafelli þar sem er rétt undir frostmarki. Þeir sem eiga eftir að fara í messu yfir páskana geta slegið tvær flugur í einu höggi því hin árlega páskamessa verður haldin við Bláfjallaskála klukkan eitt þar sem séra Pálmi Matthíasson messar. 9.4.2012 09:41
Tveir gistu fangageymslur á Akureyri Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri eftir nóttina. Annar var tekinn fyrir rúðubrot en hinn fyrir minniháttar líkamsárás. Lögreglan á Akureyri segir að skemmtanahald næturinnar hafi að öðru leyti farið vel fram. 9.4.2012 09:24
Farþega Titanic minnst í sérstakri siglingu Breska farþegaskipið Balmoral lagði í gær af stað í sérstaka siglingu til að minnast þeirra sem létu lífið í Titanic slysinu fyrir hundrað árum. Uppselt var í ferðina en skipið mun sigla sömu leið og Titanic gerði í jómfrúarferð sinni. 9.4.2012 00:00
Ættingjar leggja í minningarsiglingu um Titanic Ættingjar þeirra sem létust þegar breska farþegaskipið RMS Titanic sökk í sæ héldu í sjóferð í dag til minningar um fórnarlömbin. Sunnudaginn 15. apríl næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Titanic sökk. 8.4.2012 22:00
Andstæðingar frumvarps mótmæla með frumlegum hætti Andstæðingar væntanlegrar löggjafar í Arizona í Bandaríkjunum sem mun takmarka styrki vegna kaupa á getnaðarvörnum sendu heldur óvanalegar gjafir til löggjafa í ríkinu. 8.4.2012 21:00
Spilað stanslaust í fimm vikur - farin að upplifa frægðina Nýjasta plata íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men seldist í meira en fjörutíu þúsund eintökum á útgáfudegi í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar, sem nú eru á tónleikaferðalagi vestanhafs, segjast vera farnir að upplifa frægðina. 8.4.2012 20:15
Bónorð á Aldrei fór ég suður "Það er ást á Aldrei fór ég suður," sagði Sverrir Örn Ingólfsson, unnusti. "Ég verð bara að gera þetta núna. Halldóra Gunnlaugsdóttir, viltu giftast mér?" 8.4.2012 19:45
Karl biskup flutti sína síðustu páskapredikun í dag Karl Sigurbjörnsson, biskup, flutti sína síðustu páskahátíðarpredikun í Dómkirkjunni í morgun en hann lætur af embætti í sumar. Hann segir það hafa verið gleðilegt að fá að flytja þjóðinni boðskapinn í gegnum árin. 8.4.2012 19:15
Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8.4.2012 19:00
Erfið staða hjá Samkeppniseftirlitinu Fjárheimildir Samkeppniseftirlitsins hafa dregist saman um átta prósent á sama tíma og málafjöldi hefur aukist um áttatíu prósent. Þessi staða gengur ekki upp til lengdar, segir forstjóri eftirlitsins. 8.4.2012 18:30
Heimsveldin uggandi yfir eldflaugaskoti Norðu-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa komið hinni risavöxnu Unha-3 eldflaug fyrir á skotpalli á norðvesturströnd landsins. Á sama tíma berast fregnir af fyrirhugaðri tilraun með kjarnorkusprengju. 8.4.2012 18:03
Smáforrit munu hjálpa fólki á hamfarasvæðum Stjórnvöld í Bretlandi munu eyða tæpum tíu milljörðum króna í þróun sérstakra smáforrita sem aðstoða munu fórnarlömb náttúruhamfara. 8.4.2012 17:12
Blóðbað í Sýrlandi - Rúmlega 160 látnir á tveimur dögum Að minnsta kosti 30 létu lífið í átökum andspyrnumanna og sýrlenskra öryggissveita í dag. Þannig hafa rúmlega 160 manns fallið í átökunum það sem af er páskahelginni. 8.4.2012 16:35
Blaðamaðurinn Mike Wallace látinn Blaðamaðurinn fyrrverandi Mike Wallace lést í dag. Hann var 93 ára gamall. Síðustu ár hafði Wallace þurft að glíma við ýmsa heilsukvilla. Árið 2008, þá 90 ára gamall, þurfti Wallace að gangast undir hjartaskurðaðgerð. 8.4.2012 15:16
Gunter Grass meinaður aðgangur að Ísrael Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í dag að nóbelsverðlaunaskáldinu Gunter Grass verði héðan í frá meinaður aðgangur að landinu. 8.4.2012 15:00
Stjórnvöld í Barein ætla ekki að framselja Abdulhadi Yfirvöld í Barein ætla ekki að framselja danska ríkisborgarann Abdulhadi al-Khawaja. 8.4.2012 14:20
Tveir handteknir í Tulsa Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skotið fimm manns á föstudagskvöldið, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa. 8.4.2012 13:13
Áhyggjuefni að færri feður fari í fæðingarorlof Velferðarráðherra segir það áhyggjuefni að feðrum sem taka fæðingarorlof fari fækkandi. Verið sé að skoða að hækka aftur hámarksgreiðslur Fæðingarorlofssjóðs til að bregðast við þessu. 8.4.2012 12:30