Innlent

Lögreglan handtók reykingarkonu

Konan reykti á salerni flugvélarinnar.
Konan reykti á salerni flugvélarinnar.
Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum á föstudaginn síðastliðinn vegna flugfarþega sem hafði orðið uppvís að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair. Lögregla var mætt á staðinn þegar flugvélin lenti. Farþeginn reyndist vera rúmlega fertug erlend kona, sem færð var til varðstofu Flugstöðvardeildar til nánari upplýsingatöku. Hún kvaðst hafa reykt inni á salerni flugvélarinnar þar sem hún hefði verið á svo löngu ferðalagi. Konan var frjáls ferða sinna að svo búnu, en málið er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×