Innlent

Björgunarsveitamenn aðstoða í ófærð

Björgunarsveitamenn að störfum.
Björgunarsveitamenn að störfum.
Björgunarsveitin Dagrenning frá Hólmavík er nú á Steingrímsfjarðarheiði að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum. Þegar hafa tveir bílar farið út af og ökumönnum tveggja annarra þurftu aðstoð við að koma bílnum sínum niður af heiðinni. Ekki er mikill snjór á veginum en skyggni er afar slæmt.

Talning á umferð í Djúpinu bendir til þess að um 100 bílar séu nú á leið á Steingrímsfjarðarheiði, en margir gestir Aldrei fór ég suður hátíðarinnar á Ísafirði freista þess nú að komast akandi til síns heima eftir að röskun varð á flugi frá Ísafirði í morgun. Björgunarsveitin mun því vera til staðar á heiðinni eitthvað fram á dag.

Slysavarnafélagið Landsbjörg bendir á að víða er slæmt ferðaveður og fólk ætti því ekki að vera á ferðinni heldur bíða þar til því slotar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×