Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao og föruneyti hans kemur til landsins í dag í tveggja daga opinbera heimsókn.
Í dag fundar Jiabao með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur á móti forsætisráðherranum um kvöldið.
Á morgun hittast Jóhanna og Jiabao á Þingvöllum og fara þaðan að Gullfossi og Geysi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mun síðar taka á móti Jiabao í Hellisheiðarvirkjun um miðjan dag.
Kínverski forsætisráðherrann fer af landi brott um kvöldið í opinbera heimsókn til Svíþjóðar, Þýskalands og Póllands. - shá
Wen Jiabao til landsins í dag

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.