Fleiri fréttir

Slasaða konan flutt með þyrlu í bæinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konuna sem slasaðist í svifflugdrekaslysi á slysadeild í Reykjavík. Konan flaug svifdreka á hamra í Núpafjalli, rétt við Hveragerði, um klukkan þrjú í dag. Hún er fótbrotinn. Félagar úr þremur björgunarsveitum fóru að konunni en svo bratt var upp í hamrana að öruggast þótti að láta þyrluna flytja hana til baka.

Fótbrotin eftir slys í svifflugi

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir að Núpafjalli, rétt við Hveragerði, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna svifflugdrekakonu sem lenti í klettabeltinu þar. Talið er að konan sé fótbrotinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Ari Trausti gefur kost á sér

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ætlar að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Ari Trausti boðaði til blaðamannafundar á heimili sinu í dag þar sem hann greindi frá þessu. Rúm vika er siðan Ari Trausti boðaði til blaðamannafundarins. Ari Trausti er Íslendingum kunnur fyrir störf á fræðisviði sinu en hann sagði jafnframt veðurfréttir á Stöð 2 um árabil.

Grétu yfir frásögn Breiviks

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, vildi afhausa Gro Harlem Brundland, fyrrverandi forsætisráðherra, taka upp aftökuna og sýna hana á Netinu. Þetta sagði hann í réttarhöldum í dag. Fjórði dagur réttarhaldanna fer nú fram og enn er verið að taka skýrslu af sakborningi. Þar lýsti hann árás sinni í Útey. Saksóknari krafðist þess að stutt hlé yrði gert á réttarhöldunum þegar hann sá að fjöldi fólks sem var samankominn í réttarsalnum til að fylgjast með réttarhöldunum var farinn að skæla.

Halda upp á sumardaginn fyrsta

Venju samkvæmt verður blásið til hátíðarhalda víðsvegar um landið í dag í tilefni sumardagsins fyrsta. Hin árlega skátamessa í Hallgrímskirkju hófst klukkan ellefu en að henni lokinni verður boðið upp á kaffi og kleinur.

Leðurskjaldbökur hugsanlega ekki í útrýmingarhættu

Vísindamenn hafa fundið stærstu leðurskjaldbökunýlendu í heimi. Leðurskjaldbökur hafa hingað til þótt vera í bráðri útrýmingarhættu en uppgötvanir á eynni Gabon í vesturhluta Afríku vekja upp vonir um að tegundin sé ekki jafn illa stödd og áður var talið. Matthew Witt, hjá háskólanum í Exeter, leiddi rannsóknina á eyjunni. Hann segir að það hafi verið vitað að skjaldbökur af þessu tagi væru á eyjunni en ekki að þær væru þar í jafn miklu mæli.

Pétur M. Jónasson hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar.

Stofna Menntunarsjóð fyrir tekjulágar konur

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur stofnað Menntunarsjóð til að styrkja tekjulágar konur til frekari menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er 5 milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Tvíburar fóru ólíkar leiðir við ferminguna

Júlía Sif Ólafsdóttir og Halldór tvíburabróðir hennar fermdust hvort í sínu lagi á sunnudaginn. Hún í Háteigskirkju en hann í borgaralegri fermingu í Háskólabíói. Segja hvoruga ákvörðunina hafa verið erfiða. Snýst um að trúa eða ekki.

Hætt við styttingu hringvegar

Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni.

Vegagerðin fylgist með fóðurflutningum

Undanfarin ár hefur borið á því að of miklu hafi verið hlaðið á vöruflutningabíla sem flytja áburð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Fordæma myndbirtingar á líkum

Talíbanar í Afganistan hafa fordæmt myndbirtingar af bandarískum hermönnum sem stilltu sér upp fyrir myndatöku með lík af talíbönskum hermönnum. Talíbanarnir segja að myndirnar séu ómannúðlegar og heita hefnd vegna þeirra. Myndirnar sýna talíbana sem fórust í sjálfsmorðsárásum. Þær voru teknar fyrir tveimur árum en birtar í Los Angeles Times á miðvikudaginn. Á einni myndinni er bandarískur hermaður með lík og hendin á líkinu hvílir á öxl hermannsins. Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt myndirnar og segir að þeir sem beri ábyrgð verði látnir sæta refsingu.

Sænsk neftóbaksframleiðsla gæti lagst af

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun banna íblöndunarefni í tóbak, segir í sænska dagblaðinu Aftonbladet. Það kann að valda því að Svíar hætti að framleiða neftóbak. Neftóbaksframleiðsla var bönnuð árið 2001 samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins en Svíþjóð hefur hingað til fengið undanþágu frá þessu banni. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aftur á móti lagt fram nýja tóbakstilskipun þar sem tiltekið efni í tóbaki er bannað. Allt sænskt neftóbak inniheldur þetta efni í einhverju mæli og því er líklegt að framleiðslan leggist af.

Sumarkomu fagnað

Venju samkvæmt verður blásið til hátíðarhalda í dag í tilefni sumardagsins fyrsta. Í hverfum höfuðborgarsvæðisins verður skemmtidagskrá með hefðbundnu sniði en auk þess er fjöldi annarra viðburða boðaður á víð og dreif um borgina.

Segir Breivik hafa tögl og haldir í réttarsalnum

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik mætti í morgun fyrir rétt, fjórða daginn í röð. Norskir miðlar greina frá því að í þetta skipti hafi hann ekki heilsað með sama hætti og hina dagana, það er að segja að hætti öfga hægri manna.

Ríkið hefur ávaxtað fé sitt í bönkunum

Hlutur ríkissjóðs í eiginfé stóru bankanna þriggja var 48 milljörðum krónum hærri um síðustu áramót en hlutafjárframlag hans. Talið að ríkið geti greitt sér út 12,1 milljarð króna án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari undir 20%.

Ætla að byggja kirkju úr pappa

Til stendur að byggja 25 metra háa dómkirkju úr pappa í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi. Gamla dómkirkjan eyðilagðist í miklum jarðskjálfta sem reið yfir borgina haustið 2010.

Brotist inn í Þrastarlund

Brotist var inn í söluskálann í Þrastarlundi og Bjarnabúð í Reykholti í nótt. Skiptimynt var tekin úr sjóðsvél og pakkningu af neftóbaki stolið úr Þrastarlundi. Úr Bjarnabúð voru teknar sígarettur og skiptimynt úr sjóðsvél. Mennirnir sem voru að verki náðust ekki. Sama aðferð var notuð til að fara inn á báðum stöðum og því er talið líklegt að sömu menn hafi verið að verki.

Erla Díana er fundin

Erla Díana Jóhannsdóttir, sem lögreglan leitaði að, er fundin og komin heim til foreldra. Í tilkynningu frá lögreglu er þeim fjölmörgu þakkað sem gáfu upplýsingar sem leiddu til þess að Erla fannst.

Ragnar dæmdur fyrir meiðyrði

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Ragnar Önundarson viðskiptafræðing sekan um meiðyrði í garð fjárfestanna Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjörns Karlssonar.

Njála er með þekktari vörumerkjum

Sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi eystra ætla að stuðla að eflingu Sögusetursins á Hvolsvelli. Um þetta hefur minnihluti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn gert tillögu sem fulltrúar meirihlutans segja efnislega samhljóða tillögum menningarnefndar frá því í febrúar.

Hjón í öryrkjaíbúð í vikulöngu vatnsbaði

Guðberg Guðmundsson og Rósa Björnsdóttir þurftu í eina viku að búa við vatnsleka í íbúð Öryrkjabandalagsins í Mánatúni og kenna um seinagangi tryggingafélags. Vatn pípti niður úr lofti eldhússins sem var rafmagnslaust.

Kerfishrun afsaki ekki meint brot á tilskipun

Tilskipun um innistæðutryggingar gildir þrátt fyrir kerfishrun. Þetta kemur fram í andsvörum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við málsvörn Íslands í Icesave-málinu.

Margfalt meira efni textað nú til dags

Textun á innlendu sjónvarpsefni á RÚV hefur tæplega fimmtánfaldast á síðustu tíu árum. Árið 2002 voru um sautján klukkustundir af íslensku efni textaðar í sjónvarpinu en árið 2011 voru þær 248.

Ákærður fyrir sendiráðsfléttu

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur athafnamanninum Aroni Pétri Karlssyni fyrir fjársvik vegna sölu á stórhýsi við Skúlagötu til Kínverska alþýðulýðveldisins í janúar 2010. Í húsinu er nú sendiráð Kínverja hér á landi.

Fallið frá styttingu hringvegarins

Vegamálastjóri hefur greint sveitarstjórnum í sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi frá því að ekki verði áfram unnið að tillögum um styttingu hringvegarins á þeirra umráðasvæði. Vegagerðin dregur því til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Rödd þjóðarinnar - 30 þúsund Íslendingar syngja saman

Kórstjórinn og Önfirðingurinn Halldór Gunnar Pálsson, vinnur að heldur athyglisverðu verkefni þessa dagana. Hann ferðast nú um landið og tekur upp "Rödd Þjóðarinnar" fyrir lokakafla nýs lags fyrir Fjallabræður.

"Hún flissaði í fjórar klukkustundir"

Öldruð hjón í Illinois í Bandaríkjunum stigu fram í dag og tóku við ávísun upp á 218 milljónir dollara. Þau áttu einn af þremur vinningsmiðum í einu stærsta happdrætti sögunnar.

Erlu Díönu enn leitað

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir enn eftir Erlu Díönu Jóhannsdóttur, sem er fædd 3.ágúst 1997.

Langveikur piltur var Batman í einn dag

Langveikur piltur í Bandaríkjunum fékk að ganga í skóm Leðurblökumannsins í vikunni. Lögreglu- og slökkviliðsmenn í borginni Arlington í Texas settu á svið ótrúlega atburðarás þar sem bankaræningjar og Jókerinn sjálfur komu við sögu.

Ísland endaði í fjórða sæti riðilsins

Strákarnir í íshokkílandsliði Íslands enduðu í fjórða sæti A-riðils 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí eftir að þeir töpuðu fyrir Króatíu í kvöld, 5-1.

Skólarúta fór út af vegi - minniháttar meiðsli

Rútubifreið með 68 skólabörnum af höfuðborgarsvæðinu fór út af Nesjavallavegi í Grafningi fyrr í kvöld. Meiðsli voru minniháttar og var einn fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi.

"IKEA er sífellt að þróa nýjar vörur"

"IKEA er komið á fullt í raftækin," sagði Stefán Dagsson, verslunarstjóri IKEA, en hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stefán ræddi við þáttastjórnendur um óvæntar fréttir frá stjórnendum sænska húsgagnaframleiðandans.

Mæðgin handtekin fyrir kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í einbýlishúsi í gær. Við húsleit var lagt hald á um 35 kannabisplöntur og tæplega 700 grömm af þurrkuðum kannabisefnum.

Bankastjóri segir veiðigjaldið kæfa útvegsfyrirtæki til lengri tíma

Kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra setja fjárfestingar í sjávarútvegi í óvissu, að mati bankastjóra Arion banka. Hann segir frumvörpin "djarfa ákvörðun" hjá ráðherra. Fjárhæð veiðigjaldsins muni draga þrótt úr útvegsfyrirtækjum og kæfa þau til lengri tíma.

Of Monsters and Men: "Óraunveruleg upplifun"

Plata hljómsveitarinnar Of Monsters and Men skaust beint í sjötta sæti Billboard listans á dögunum en það er besti árangur íslenskra sveita fyrr og síðar. Ísland í dag hitti meðlimi hljómsveitarinnar í dag en þeir eru nýkomnir til landsins.

Sakar ráðherra um aumingjavæða sjávarútveginn

Formaður LÍÚ sakaði sjávarútvegsráðherra um að eyðileggja og aumingjavæða sjávarútveginn með nýjum frumvörpum um fiskveiðistjórnun á hádegisfundi í dag. Ráðherra svaraði fullum hálsi.

Nauðlending á Reykjavíkurflugvelli

Brotlending átti sér stað á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir skömmu. Litil flugvél af gerðinni American Champion 7ECA nauðlenti á flugvellinum með þeim afleiðingum að stélhjólið brotnaði.

Orrustuþota flutt á hátíðarsvæði

Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-4E Phanton II sem komið var fyrir á stalli framan við höfuðstöðvar bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli veturinn 1993 var flutt á hátíðarsvæði vegna opins dags á Ásbrú á morgun.

Vítisenglar skuli víkja meðan fórnarlamb ber vitni

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 11. apríl um að sakborningum í líkamsárásarmáli skuli gert að víkja úr þinghaldi á meðan brotaþoli gefi skýrslu í málinu.

Með heiminn í vasanum og Hungurleikarnir verðlaunaðar

Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í 40. sinn í dag. Tvær unglingasögur voru verðlaunaðar í þetta sinn: Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur og Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur.

Sjá næstu 50 fréttir