Innlent

Ronan Keating mætir á Þjóðhátíð

Ronan Keating.
Ronan Keating.
Poppstjarnan Ronan Keating hefur boðað komu sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptuleggjendum hátíðarinnar en Keating kemur til Eyja ásamt tíu manna hljómsveit.

Hann sló fyrst í gegn í breska strákabandinu Boyzone en hóf síðan sólóferil. Hann hefur selt 22 milljónir platna á ferlinum.

„Af hans þekktustu lögum má nefna "When You Say Nothing At All" úr kvikmyndinni Notting Hill og smellinn "If Tomorrow Never Comes"," segir í tilkynningu.

Þjóðhátíðarnefnd lýsir ennfremur yfir gríðarlegri ánægju með að Keating sjái sér fært að mæta í Herjólfsdal. „Hver veit nema fleiri erlendir listamenn láti sjá sig á næstu árum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×