Innlent

SGS styður kvótafrumvörpin en vill breytingar

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur að framlögð frumvörp ríkisstjórnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald séu mikilvægt skref í þá átt að eyða óvissu sem ríkt hefur á undanförnum árum um framtíð og rekstur fiskvinnslu og útgerðar á Íslandi.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu SGS segir að markmið frumvarpanna samræmist stefnu SGS í sjávarútvegsmálum, en sambandið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja, atvinnufrelsi, sjálfbæra nýtingu fiskistofna, atvinnu- og byggðamál, og að þjóðin fái eðlilegt endurgjald af sameiginlegri eign þjóðarinnar.

„Vissulega er margt til bóta í frumvörpunum og ljóst að þau eru ákveðin málamiðlun til að sætta ólík sjónarmið. Engu að síður telur SGS að það sé ýmislegt í þessum tveimur frumvörpum sem þarfnast endurskoðunar og lagfæringa til að koma í veg fyrir að frumvörpin muni hafa neikvæð áhrif á fiskvinnslufólk og sjávarbyggðir landsins," segir á vefsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×