Innlent

Boða til mótmæla við Hörpuna vegna Tíbets

Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpuna síðar í dag á meðan á veislu til heiðurs forsætisráherra Kína stendur. Hópurinn ætlar að mómæla vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta.

Mótmælin eiga að hefjast klukkan hálf sex. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni. Þeir mótmæltu á Alþingi í morgun að forseti þingsins hafi ekki viljað setja tillöguna á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×