Innlent

Ferðamaðurinn komst úr Esjunni skömmu fyrir miðnættið

Björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu niður úr Esjuhlíðum með hollenskan ferðamann á ellefta tímanum í gærkvöldi, en hann hringdi eftir hjálp síðdegis, eftir að hann var kominn í sjálfheldu.

Um það bil hundrað manna lið var sent til leitar að honum, en hann gat ekki gefið upp nákvæma staðsetningu. Það auðveldaði leitina að hann var í stöðugu símasambandi og var ómeiddur.

Björgunarmenn þurftu að síga með manninn hluta af niðurleiðinni, við erfiðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×