Innlent

Miklu fleiri karlar stunda starfsnám en konur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mun fleiri eru í bóknámi en starfsnámi.
Mun fleiri eru í bóknámi en starfsnámi. mynd/ getty.
Um tveir af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi stunda nám á bóknámsbrautum en um þriðjungur er í starfsnámi. Hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lækkað lítillega frá síðasta ári og hafa ekki verið færri nemendur í starfsnámi síðasta áratuginn. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um skólamál sem birtust í morgun. Hlutfall nemenda í starfsnámi er mun hærra meðal karla en kvenna, eða tæp 39% á móti 28% hjá konum.

Nemendum á meistarastigi í háskólanámi hefur fjölgað ár frá ári allt þar til síðasta hausts, en þá fækkaði þeim um 1,4%. Sömu sögu er að segja af doktorsstigi. Þar hefur nemendum fjölgað árlega frá árinu 2001 en fækkaði nú um 5,4%. Körlum í doktorsnámi fækkar um 15% en konum fjölgar um 1,4% frá fyrra ári. Tæplega fjórðungur doktorsnema eru útlendingar, flestir frá öðrum Evrópulöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×