Fleiri fréttir

Fórst Íslendingur með Titanic?

Svo gæti verið að Íslendingur hafi farist með farþegaskipinu Titanic árið 1912. Þetta segir Ólafur Hannibalsson, sem vinnur að ritun Djúpmannatals.

Vöðvatröll brotlegt - enginn á sterkasta mann Íslands

Neytendastofa hefur fundið Hjalta "Úrsus“ Árnason brotlegan gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar hann hótaði fyrirtækjum málssókn vegna notkunar aflraunarmannsins Magnúsar Ver á á vörumerkinu "Sterkasti maður Íslands“.

Nýjar vísbendingar um hvarf McCann - stúlkunnar leitað á Spáni

Lögreglan í Portúgal, auk lögreglunnar á Spáni, leita nú að Madeleine McCann nærri Malaga á Norður-Spáni. Samkvæmt frétt Daily mail fékk lögreglan ábendingu um að stúlka lík McCann hefði sést nærri borginni, sem er vinsæll ferðamannastaður á Spáni.

Barnaníðingur framdi sjálfsmorð - níddist á barni hér á landi

Barnaníðingurinn John Charles Ware, sem var handtekinn í bandarísku borginni Fíladelfíu á síðasta ári grunaður um að níðast á tveimur börnum framdi sjálfsmorð í fangelsi en mál hans átti að taka fyrir í gær. Maðurinn var meðal annars grunaður um að hafa boðið ungum dreng með sér í ferðalag um Ísland þar sem hann níddist á honum.

Fíkniefnahundur fann stera

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af karlmanni um þrítugt sem grunur lék á að væri með ólögleg efni í fórum sínum. Að fengnum dómsúrskurði fór lögregla með fíkniefnahund í húsleit á heimili hans. Á heimilinu fundust meintir sterar. Maðurinn var færður á lögreglustöð og sleppt að loknum yfirheyrslum. Málið telst upplýst.

Hundaeigendur í hár saman

Lögreglunni á Suðurnesjum var í gær tilkynnt um tvo hundaeigendur sem ættu í deilum við hesthúsahverfi í umdæminu eftir að hundum þeirra hefði lent saman.

Stal ítrekað númerplötum og bensíni

Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölmörg afbrot árið 2008. Maðurinn var dæmdur í Madríd á Spáni í sex ára fangelsi fyrir tveimur árum síðan þegar hann, ásamt konu, reyndi að smygla rúmlega fimm kílóum af kókaíni til landsins.

Breivik segist iðrast einskis

Fjöldamorðinginn Anders Breivik segist iðrast einskis og fer fram á að hann verði sýknaður. Hann flutti yfirlýsingu í réttarsal í morgun þar sem hann hélt hatursáróðri sínum á lofti.

Fjórir viðriðnir fíkniefnasmyglið

Fjórir hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamálsins sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þrír hafi verið úrskurðaðir í varðhald til 30. apríl en sá fjórði til 23. apríl. Mennirnir voru allir handteknir á sunnudagsmorgun. Einn var tekinn í flugstöð Leifs Eiríkssonar og tveir þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar. Sá fjórði var síðan handtekinn heima hjá sér en hann er búsettur hérlendis. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar og höfðu þremenningarnir komið hingað til lands frá Póllandi.

Hélt að verið væri að steikja flatkökur

Eldur kom upp í lítilli íbúð á Selfossi klukkan rúmlega tíu í morgun. Íbúðin er inn af bílskúr en eldurinn kom upp í svefnherberginu. Slökkvilið telur að kviknað hafi í út frá rafmagni en það gekk vel að slökkva eldinn. Það var póstburðarkona sem tilkynnti um eldinn, en hún fann sérkennilega lykt koma frá bílskúrnum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að konan hafi haldið í fyrstu að verið væri að steikja flatkökur en lét slökkvilið engu að síður vita. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Mál hundaníðings þingfest í dag

Mál gegn tæplega þrítugum karlmanni sem sakaður er um að hafa drepið hundinn Kol, verður þingfest í Héraðsdómi Vestfjarðar eftir hádegið. Maðurinn, sem titlar sig sem tónlistarmaður, er ákærður fyrir að hafa bundið fram- og afturfætur hundsins við tvö bíldekk í desember síðastliðnum og því næst kastað hundinum ofan af vegbrú í botni Dýrafjarðar. Hundshræið fannst 8. desember í Hundshræið í Þingeyrarhöfn.

Vilja að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu

Kínverjar njóta stuðnings Svía til þess að verða áheyrnafulltrúar í Norðurskautsráðinu, en þeir sækjast nú eftir meiri áhrifum á svæðinu. Þetta kemur fram í frétt AP fréttastofunnar af blaðamannafundi sem Song Tao aðstoðar utanríkisráðherra Kína hélt í gær í tilefni af heimsókn forsætisráðherrans Wen Jiabao til Íslands, Svíþjóðar, Þýskalands og Póllands. Ekki er minnst á hvort Íslendingar styðji það að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar en búast má við því að það verði rætt á fundum Jiabao með íslenskum ráðamönnum.

Teknir með töluvert magn af amfetamíni

Þrír karlmenn voru handteknir á Reykjanesbrautinni á sunnudagsmorgun með töluvert magn af amfetamíni fórum sínum. Mennirnir höfðu stuttu áður komið með flugvél frá Varsjá í Póllandi.

Neðanjarðarbörn berjast áfram

Munaðarlaus börn í Rúmeníu voru kvikmynduð í lífsbaráttu sinni í heimildarmyndinni um Neðanjarðarbörnin sem kom út árið 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Magnús Halldórsson skoðaði sögu barnanna sem hin verðlaunaða heimildarmynd fylgdi eftir og hvernig þeim hefur gengið á lífsins leið síðan. Hún hefur verið þyrnum stráð, svo ekki sé meira sagt.

Sjóræningjar saman í sæng

Svokallaðir „sjóræningjaflokkar“ í Evrópusambandsríkjum hyggjast bjóða sig fram sem einn flokk í næstu kosningum til Evrópuþings.

Íþróttakrakkar fá hærri einkunnir í skóla

Börn sem eru í skólaíþróttum fimm sinnum í viku auk fleiri líkamsæfinga eru ekki bara í betra líkamlegu formi en börn sem eru í skólaíþróttum tvisvar í viku heldur fá þau einnig hærri einkunnir.

Oftaka vatn í Vatnsendakrika

Orkustofnun hefur bent Kópavogsbæ á að sveitarfélagið taki nú meira neysluvatn úr Vatnskrika en því er heimilt.

Njóta kyrrðarinnar í Skálholti

Allir þrettán biskupar sænsku kirkjunnar, ásamt Anders Wejryd erkibiskupi, komu til landsins í gær. Þeir dvelja í Skálholti frá deginum í dag til föstudags og njóta kyrrðar og uppbyggingar undir handleiðslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands.

Öflugasta tölva Íslands vígð

Ofurtölva sem er samstarfsverkefni fjögurra norrænna rannsóknastofnana var vígð í gagnaveri Advania í gær. Gæti eflt upplýsingatæknigeirann hér á landi og verið fyrsta skrefið í átt að frekara samstarfi.

Áskorun um ný göng undir Oddsskarð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ætlar að safna áskorunum bæjarbúa til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir við ný sjö kílómetra göng undir Oddsskarð nú þegar.

Romney með forskot á Obama í nýrri skoðanakönnun

Ný skoðanakönnun á vegum Gallup sýnir að Mitt Romney hefur forskot á Barack Obama Bandaríkjaforseta í röðum skráðra kjósenda í Bandaríkjunum. Romney mælist með 47% fylgi en Obama með 45%.

Íbúar El Salvador fögnuðu fyrsta morðlausa deginum í þrjú ár

Íbúar í El Savador höfðu ástæðu til að fagna eftir síðustu helgi þegar í ljós kom að laugardagurinn hafði liðið án þess að morð væri framið í landinu. Íbúar þessa Mið-Ameríkuríkis höfðu fram að því ekki upplifað morðlausan dag í ein þrjú ár.

Laxnessaðdáandi frá Japan fær styrk

Fjórir fengu í gær styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við athöfn í Háskóla Íslands (HÍ). Japanski athafnamaðurinn Toshiozo Watanabe stofnaði sjóðinn árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja fræðileg tengsl Íslands og Japan.

Gervigras sem kostaði tugmilljónir er gallað

Skipta þarf út nýlegu gervigrasi í íþróttahöllunum í Reykjanesbæ og Grindavík. Grasið losnar af gólfmottunum. Framleiðandinn viðurkennir galla og verið er að semja um ný gólf. Þau kostuðu yfir 40 milljónir er þau voru keypt fyrir hrun.

Hannar glugga fyrir Elísabetu drottningu

Leifur Breiðfjörð listamaður var valinn úr hópi fjörutíu listamanna til að gera glugga í dómkirkju í London. Glugginn er tileinkaður Elísabetu drottningu og verður vígður á sextíu ára valdaafmælinu.

Móðir Breivik þarf ekki að bera vitni í réttarhöldunum

Réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik hefjast að nýju nú klukkan sjö að okkar tíma. Réttarhöldin hefjast á því að Breivik mun lesa upp yfirlýsingu en lögmaður hans segir að sá upplestur muni taka um 30 mínútur. Í yfirlýsingunni mun Breivk ætla að verja gjörðir sínar.

Fimm milljarðar afskrifaðir

Fyrrum eigendur Prentsmiðjunnar Odda eignuðust fyrirtækið nýverið eftir að hafa keypt það á 500 milljónir króna. Áður en Oddi var seldur höfðu Arion banki og Landsbankinn afskrifað um fimm milljarða króna af skuldum móðurfélags Odda, eignarhaldsfélagsins Kvosar ehf. Um er að ræða Þorgeir Baldursson, sem var stærsti einstaki eigandi Kvosar fyrir fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, og aðila tengda honum. DV greindi frá málinu í gær.

Sumir jöklanna virðast stækka

Ný rannsókn á stærð jökla í Himalajafjöllunum sýnir að sumir jöklanna hafa stækkað umtalsvert á síðustu árum, á meðan aðrir hopa eins og jöklar annars staðar í heiminum á síðustu árum.

Átök við landamæri Súdans

Átök hafa að nýju brotist út við landamæri Súdans og nýja ríkisins Suður-Súdans síðustu daga. Tekist er á um yfirráð yfir nokkrum bæjum og svæðum við landamærin sem bæði ríki gera tilkall til.

Obama með 9% forskot á Romney

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, virðist hafa nokkuð gott forskot á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hefur Obama 9% forskot á Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts.

Sjá næstu 50 fréttir