Innlent

Hélt að verið væri að steikja flatkökur

Frá Selfossi.
Frá Selfossi.
Eldur kom upp í lítilli íbúð á Selfossi klukkan rúmlega tíu í morgun. Íbúðin er inn af bílskúr en eldurinn kom upp í svefnherberginu. Slökkvilið telur að kviknað hafi í út frá rafmagni en það gekk vel að slökkva eldinn. Það var póstburðarkona sem tilkynnti um eldinn, en hún fann sérkennilega lykt koma frá bílskúrnum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að konan hafi haldið í fyrstu að verið væri að steikja flatkökur en lét slökkvilið engu að síður vita. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×