Innlent

Stefnt á siglingu Herjólfs til Landeyjahafnar í dag

MYND/Arnþór
Stefnt er á siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar í dag, þriðjudag, en brottför hefur verið frestað.

Í tilkynningu segir að enn sé töluvert brot við hafnargarða í Landeyjahöfn og því hefur verið ákveðið að fresta brottför Herjólfs frá Eyjum þar til aðstæður lagast. Ölduhæð hefur gengið mikið niður sl.klukkutíma.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, fésbókarsíður Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV. Næsta tilkynning verður gefin út kl 9.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×