Innlent

Fjögur skip á leið til landsins með kolmunnafarma

Fjögur íslensk fjölveiðiskip eru nú á leið til landsins með kolmunnafarma eftir veiðar suður af Færeyjum og eitt til viðbótar ætlar að landa í Færeyjum.

Aflabrögð hafa glæðst mjög á svæðinu, en mest mega 12 íslensk skip veiða í einu í færeysku lögsögunni samkvæmt samningum Íslands og Færeyja um gagnkvæmar veiðiheimildir.

Töluvert af aflanum er fryst til manneldis, en afkastamestu skipin geta fryst allt að hundrað tonn á sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×