Innlent

Vilja að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er væntanlegur til landsins.
Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er væntanlegur til landsins. mynd/ afp.
Kínverjar njóta stuðnings Svía til þess að verða áheyrnafulltrúar í Norðurskautsráðinu, en þeir sækjast nú eftir meiri áhrifum á svæðinu. Þetta kemur fram í frétt AP fréttastofunnar af blaðamannafundi sem Song Tao aðstoðar utanríkisráðherra Kína hélt í gær í tilefni af heimsókn forsætisráðherrans Wen Jiabao til Íslands, Svíþjóðar, Þýskalands og Póllands. Ekki er minnst á hvort Íslendingar styðji það að Kínverjar verði áheyrnarfulltrúar en búast má við því að það verði rætt á fundum Jiabao með íslenskum ráðamönnum.

Hann sagði Kínverja eiga efnahags- og vísindahagsmuna að gæta á Norðurheimsskautinu og því vilji þeir efla samvinnuna við löndin á svæðinu og vinna að stöðugleika og þróun á þeim slóðum. Song segir að Kína vilji rannsaka jarðhitaorku, Norðurpólinn og Norðurljósin. Þá segja sérfræðingar að þeir séu afar áhugasamir um siglingaleiðir um norðurskautið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×