Erlent

Öflugur jarðskjálfti skók Chile í nótt

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,7 á Richter reið yfir miðhluta Chile í nótt en upptök hans voru skammt frá ferðamannabænum Valparaiso.

Skjálftinn fannst víða og skók m.a. byggingar í höfuðborginni Santiago sem er í yfir 100 kílómetra fjarlægð frá upptökunum. Engar fregnir hafa borist af manntjóni af völdum skjálftans og eignartjón virðist hafa verið minniháttar. Hinsvegar varð rafmagnslaust á ýmsum svæðum og símasamband lá sumstaðar niðri.

Yfirvöld í Chile segja að engin hætta sé á flóðbylgju vegna skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×