Erlent

Tupac flutti lag á Coachella hátíðinni í gær

Rapparinn Tupac Shakur tróð upp á Coachella tónlistarhátíðinni í gær - þrátt fyrir að hafa verið látinn í meira en 15 ár.

Með hjálp heilmyndartækni steig Tupac á svið og flutti "2 of Amerikaz Most Wanted" ásamt fleiri lögum. Það vakti síðan athygli þegar Tupac nefndi „Coachella" hátíðina sjálfa að nafni.

Dr. Dre og Snoop Dogg heilsuðu síðan upp á Tupac. Þá voru Eminem, 50 Cent og Wiz Khalifa einnig á staðnum.

En þrátt fyrir aragrúa þekktra tónlistarmanna var það heilmynd Tupac Shakur sem stal senunni.

Tónlistarmenn á borð við Rihönnu og Questlove út The Roots birtu skilaboð á Twitter þar sem þau lýstu skoðunum sínum á uppátækinu:

Hægt er að sjá myndband af heilmynd Tupac „Makaveli" Shakur flytja lag á Coachella hátíðinni hér fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×