Innlent

Laxnessaðdáandi frá Japan fær styrk

Fjórir fengu afhenta styrki úr Watanabe-sjóðnum í gær. Þar á meðal er Shohei Watanabe sem er aðdáandi Halldórs Laxness.
Fjórir fengu afhenta styrki úr Watanabe-sjóðnum í gær. Þar á meðal er Shohei Watanabe sem er aðdáandi Halldórs Laxness. Fréttablaðið/Stefán
Fjórir fengu í gær styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við athöfn í Háskóla Íslands (HÍ). Japanski athafnamaðurinn Toshiozo Watanabe stofnaði sjóðinn árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja fræðileg tengsl Íslands og Japan.

Styrkþegar í ár eru Guðrún Valdimarsdóttir, Valý Þórsteinsdóttir, Saho Kameyama og Shohei Watanabe. Sá síðastnefndi er mikill aðdáandi verka Halldórs Laxness og ætlar að nýta styrkinn til að nema íslensku við HÍ.

Alls nema styrkirnir rúmum 3,5 milljónum króna.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×