Innlent

Oftaka vatn í Vatnsendakrika

Kópavogur hóf vatnstöku í Vatnsendakrikum árið 2007.
Kópavogur hóf vatnstöku í Vatnsendakrikum árið 2007.
Orkustofnun hefur bent Kópavogsbæ á að sveitarfélagið taki nú meira neysluvatn úr Vatnskrika en því er heimilt.

Frá því í desember 2010 hafi Vatnsveita Kópavogs tekið að meðaltali 215 lítra af grunnvatni á sekúndu en nýtingarleyfi Vatnsveitunnar sé aðeins 210 lítrar á sekúndu. Í bréfi til bæjarins bendir Orkustofnun á að Orkuveita Reykjavíkur taki grunnvatn á sama stað og kunni að vilja auka nýtingu sína. Æskilegt sé að hafa samráð þessara aðila „þannig að grunnvatnsauðlindin sé nýtt á þjóðhagslega hagkvæman og sjálfbæran hátt“. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×