Innlent

Áskorun um ný göng undir Oddsskarð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ætlar að safna áskorunum bæjarbúa til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir við ný sjö kílómetra göng undir Oddsskarð nú þegar.

Gegnið verður í hvert hús í sveitarfélaginu. Bent er á að samkvæmt fyrstu áætlunum hafi göngin átt að vera tilbúin árið 2006, síðan 2009 og þá 2011, en nú sé talað um að hefja framkvæmdir árið 2015 til 18.

Við það verði ekki unað enda sé núverandi leið hættuleg, eins og alvarlegt rútuslys þar nýlega sýni glöggt og svo sé þar farartálmi um leið og færð spillist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×