Erlent

Upprættu ólöglegan fíkniefnamarkað á netinu

Bandarísk lögregluyfirvöld segja að þau hafi upprætt leynilegan og ólöglegan markað með fíkniefni á netinu.

Á þessum markaði gat fólk víða um heiminn keypt sér LSD, e-pillur og ýmis önnur efni. Búið er að handtaka a.m.k. átta manns í þremur löndum vegna málsins, það er Bandaríkjunum, Hollandi og Kólombíu.

Markaður þessi hét Farmer´s Market eða Bændamarkaðinum en þar gat fólk keypt fíkniefnin undir nafnleynd, að því er segir í frétt á BBC um málið. Fram kemur að bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) var með málið til rannsóknar í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×