Innlent

Tókst að endurlífga rússneskan ferðamann á síðustu stundu

Sjúkraflutningamönnum á sjúkrabíl tókst á síðustu stundu að endurlífga rússneskan ferðamann, sem missti meðvitund í alvarlegu krampakasti, þegar hann var ásamt konu sinni á ferð um sunnanvert Snæfellsnes í gær.

Strax og vitað var um ástand mannsins var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar og mættust þyrlan og sjúkrabíllinn við heppilegan lendingarstað, þaðan sem þyrlan flutti manninn á Landsspítalann í Fossvogi, og fékk konan far með þyrlunni.

Þar tóku læknar við Rússanum og túlkur hafði verið kallaður út til að aðstoða konuna. Rússinn mun vera á batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×