Fleiri fréttir

Ætlar að stefna Seltjarnarnesbæ vegna eineltis

Ólafur Melsteð, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ, hyggst stefna sveitarfélaginu, vegna meints eineltis af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þetta staðfestir Ólafur í samtali við fréttastofu.

Handtóku fíkniefnasala í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gærkvöld. Að sögn lögreglu var um að ræða allnokkuð af kannabisefnum sem voru ætluð til sölu. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Ábyrgðarmanni stefnt þrátt fyrir glóðvolgt frumvarp

Daginn eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna stefndi skuldara og föður hans fyrir héraðsdómi Reykjavíkur var manninum veitt heimild til greiðsluaðlögunar. Maðurinn hefur áhyggjur af ábyrgðarmanninum föður sínum, en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi verður kröfuhöfum óheimilt að krefjast greiðslu hjá ábyrgðarmanni skuldara í greiðsluaðlögun.

Um 4500 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt

Rétt rösklega 4500 erlendir ríkisborgarar eiga kosningarrétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi og hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið nú sent þeim öllum kynningarbækling um kosningarnar. Í bæklingnum er að finna leiðbeiningar á ellefu tungumálum auk íslensku um kosningarrétt, kjörskrá, framkvæmd atkvæðagreiðslu og fleira.

Engin hætta við Lambafell

Enginn hætta er á að vatnavextir í Svaðbælisá ógni glæsihúsnæðinu við Lambafell, segir lögreglumaður sem Vísir talaði við. Hann sagði að áin hefði hefði hlaðið miklu undir sig vetna flóðsins sem varð í gær. Hins vegar hefði ekki orðið nýtt flóð.

Við eyðum fóstrum

Hatramar deilur eru risnar í Bretlandi vegna fyrstu sjónvarpsauglýsingarinnar um fóstureyðingar sem þar á að birtast í næstu viku.

Vill umræðu um hestapestina í landbúnaðarnefnd

Einar K. Guðfinnsson þingmaður sjálfstæðismanna vill að hestapestin sem nú geisar verði tekin til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd við „fyrstu hentugleika“. Einar er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og bendir hann á að pestin hafi þegar haft mikil áhrif.

Borgastríð í Bandaríkjunum

Mikil og heit umræða hefur orðið í Bandaríkjunum vegna nýrra og hertra innflytjendalaga sem hafa verið samþykkt í Arizona.

Úthluta styrkjum til fjölda verkefna

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur samþykkt tillögur um úthlutun styrkja til 21 verkefnis og rannsókna sem munu koma til framkvæmda á þessu ári.

Jóhanna á hnattvæðingarþing í Danmörku

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt til Danmerkur í gær þar sem hún mun taka þátt í hnattvæðingarþingi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og reglulegum fundi norrænu forsætisráðherranna.

Ekki þorandi að senda vísindamenn í hlíðar jökulsins

Ekki er þorandi að senda vísindamenn upp í hlíðar Eyjafjallajökuls til að kanna hættuna á frekari eðjuflóðum á svæðinu. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna Ríkislögreglustjóra, segist ekki telja að grípa þurfi til rýminga á svæðinu.

Eyddu ekki meira en 300 þúsund krónum

Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík sem tóku þátt í forvali framsóknarmanna í Reykjavík sem haldið var 28. nóvember 2009 hafa skilað inn yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar og staðfest að útgjöld fóru ekki yfir 300 þúsund krónur.

Börn afgreidd um tóbak í fjórðungi tilfella

Í byrjun maí stóð forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar fyrir könnun meðal sölustaða tóbaks í Hafnarfirði. Í 27% tilfella gátu unglingarnir keypt tóbak. Það er betri niðurstaða en þegar síðast var kannað en þá gátu unglingarnir keypt tóbak á 32% sölustaða.

Staðfestu farbannsúrskurð yfir Hreiðari

Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara.

Aðeins framhjá

Flugmenn á Herkúles flutningaflugvél sænska flughersins misreiknuðu sig eitthvað þegar þeir köstuðu fleiri tonna vörupöllum í fallhlífum út úr vélinni.

Ráðherra verður að skipa hæfasta dómarann

Alþingi samþykkti skömmu eftir miðnætti í gær frumvarp um breytingar á lögum um dómstóla. Dómsmálaráðherra er hér eftir óheimilt að skipa umsækjanda í embætti dómara sem ekki er metinn hæfastur af dómnefnd og er hann því bundinn af áliti nefndarinnar. Frá því má þó víkja, en aðeins ef Alþingi samþykkir tillögu dómsmálaráðherra.

80 milljarða listaverkaþjófnaður

Listaverkaþjófar í París hafa stolið málverkum að verðmæti um 80 milljarðar íslenskra króna úr Nútímalistasafni borgarinnar.

Ætla að kenna Taílendingum íslensku

„Við ætlum að safna peningum til að halda úti kennslu í íslensku fyrir Taílendinga og hjálpa þeim þannig að aðlagast betur að íslenskum vinnumarkaði," segir Wasana Maria Thaisomboon sem er formaður nýstofnaðs félags sem heitir Siam. Að félaginu standa einstaklingar að taílensku ætterni sem hafa búið hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Tveir Íslendingar sitja auk þess í fimm manna stjórn félagsins.

Nafn drengsins sem lést

Drengurinn sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á gjörgæsludeild á mánudag hét Kristófer Darri Ólafsson. Hann var á fjórða aldursári. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju á morgun föstudag klukkan 13.

Íbúafundur á Hvolsvelli vegna eldgossins

Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld klukkan 20:30. Farið verður yfir þróun eldgossins í Eyjafjallajökli, afleiðingar þess og stöðuna í dag.

Sex vilja leiða Verkamannaflokkinn

Þingkonan Diane Abbott hefur tilkynnt um framboð sitt í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins. Abbott er fyrsta konan sem gefur kost á sér sem eftirmaður Gordons Browns sem steig til hliðar sem formaður flokksins fyrir rúmri viku.

Talin hafa kæft börnin með plastpoka

Móðir barnanna sem fundust látin á hótelherbergi á Spáni í fyrradag hefur verið handtekin og gert að sæta geðrannsókn. Eiginmaður hennar var fyrr í vikunni framseldur til Bretlands en hann er grunaður um barnaníð.

Minni skjálftavirkni norðaustur af Siglufirði

Skjálftahrinan sem hófst norðaustur af Siglufirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi með skjálfta upp á 3,4 á Richter hjaðnaði í nótt. Skömmu eftir fyrsta skjálftann varð annar upp á 3,3 á Richter en síðan hafa eftirskjálftarnir verið mun minni og orðið strjálli í nótt. Fyrstu skjálftarnir fundust vel á Siglufriði og í Ólafsfirði, en ekkert tjón hlaust af þeim.

Ekki flogið til Eyja og Egilsstaða vegna þoku

Innanlandsflug hófst samkvæmt áætlun i morgun nema hvað ekki hefur enn verið flogið til Egilsstaða og Vestmannaeyja vegna þoku á þeim stöðum, en ekki vegna eldfjallaösku í lofti.

Telur augljóst að N-Kórea beri ábyrgð

Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir augljóst að Norður-Kóreumenn beri ábyrgð á að eitt af herskipum landsins sprakk í tvennt og sökk í lok mars. Stjórnvöld í Seúl hafa hingað til ekki viljað sakað Norður-Kóreu opinberlega um aðild að málinu. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn og fórust 46 sjóliðar.

Útgöngubannið í Bangkok framlengt

Taílensk yfirvöld hafa framlengt útgöngubannið í Bangkok um þrjá sólarhringa. Skothvellir heyrðust í nótt og enn loga eldar í höfuðborginni.

Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu

Tvö ungmenni sluppu lítið meidd, þegar bíll þeirra valt heila veltu og hafnaði á hjólunum úti í Eyjafjarðará á tólfta tímanum í gærkvöldi. Fólkið komst sjálft út úr bílnum og upp á veg, en var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Aðstoðuðu konu í Esjuhlíðum

Sjúkraflutningamenn sóttu í gærkvöldi konu, sem hafði snúið sig á fæti í Kistufelli í Esjuhlíðum. Björgunarsveitarmenn, sem voru að æfingum í grennd, fundu gönguhópinn og aðstoðuðu konuna til móts við torfærusjúkrabíl slökkvliðsins sem flutti hana á slysadeild.

Strandveiðikvótinn á svæði eitt búinn

Strandveiðikvótinn er búinn í þessum mánuði á svæði eitt, sem nær frá Snæfellsnesi til Bolungarvíkur, og mega bátarnir því ekki róa fyrr en eftir mánaðamót þegar að nýr mánaðarkvóti verður í boði.

Fjallar um lögbann á verkfall flugliða British Airways

Breskur dómstóll fjallar í dag um lögbann sem sett var á fyrirhugað verkfall flugliða British Airways fyrr í vikunni. Til stóð að flugliðar myndu leggja niður vinnu á miðnætti á mánudagskvöld en forsvarsmenn flugfélagsins fengu sett lögbann á aðgerðir starfsfólksins þar sem ekki var staðið rétt að atkvæðagreiðslu um verkfallið. Þeim úrskurðaði áfrýjaði verkalýðsfélag flugliðanna og verður málið sem fyrr segir tekið fyrir í dag.

Facebook bannað í Pakistan

Dómstóll í Pakistan hefur komist að þeirri niðurstöðu að lokað verður fyrir aðgang að samskiptavefnum Facebook í landinu að minnsta kosti út maí. Ástæðan er sú að fjölmargir notendur í Pakistan tóku því afar illa að fram fari á vefnum keppni þar sem notendur eru hvattir til að senda inn skopmyndir af Múhameð spámanni.

Í-listinn mælist með hreinan meirihluta

Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn

Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum.

Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið

Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í októ­ber 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær.

Aðstæður gjörbreyttar

„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun.

Sjá næstu 50 fréttir