Erlent

Fjallar um lögbann á verkfall flugliða British Airways

Breskur dómstóll fjallar í dag um lögbann sem sett var á fyrirhugað verkfall flugliða British Airways fyrr í vikunni. Til stóð að flugliðar myndu leggja niður vinnu á miðnætti á mánudagskvöld en forsvarsmenn flugfélagsins fengu sett lögbann á aðgerðir starfsfólksins þar sem ekki var staðið rétt að atkvæðagreiðslu um verkfallið. Þeim úrskurðaði áfrýjaði verkalýðsfélag flugliðanna og verður málið sem fyrr segir tekið fyrir í dag.

Flugliðar ákváðu fyrr í mánuðinum að leggja niður vinnu í 20 daga eða í fimm lotum og þá fjóra daga í senn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×