Innlent

Glæsihýsi í hættu vegna nýs flóðs í Svaðbælisá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsið að Lambafelli sem er í hættu.
Húsið að Lambafelli sem er í hættu.
Miklir vatnavextir eru hafnir í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum. Íbúar í grenndinni sem fréttastofa hefur rætt við segjast óttast að hús að Lambafelli kunni að vera í hættu vegna flóðsins.

Húsið sem um ræðir er á tveimur hæðum og er tæpir sex hundruð fermetrar að stærð. Það liggur undir felli sem er í beinu framhaldi af hábungu jökulsins. Húsið er smíðað úr harðviðarbjálkum.

Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarið og féll mikið aurflóð sem liktist mest flæðandi steypu í farvegi árinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×