Erlent

Sex vilja leiða Verkamannaflokkinn

Diane Abbott. Fimm aðrir hafa lýst yfir framboði en nýr formaður tekur við á landsfundi Verkamannaflokksins í september.
Diane Abbott. Fimm aðrir hafa lýst yfir framboði en nýr formaður tekur við á landsfundi Verkamannaflokksins í september.

Þingkonan Diane Abbott hefur tilkynnt um framboð sitt í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins. Abbott er fyrsta konan sem gefur kost á sér sem eftirmaður Gordons Browns sem steig til hliðar sem formaður flokksins fyrir rúmri viku.

Fimm aðrir hafa lýst yfir framboði en nýr formaður tekur við á landsfundi Verkamannaflokksins í september. Af þeim sem þegar hafa gefið kost á sér þykir David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra, líklegastur til þess að ná kjöri í embættið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×