Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir samræði við konu gegn vilja hennar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað á hótelherbergi á Hótel Borg. Mynd/ Stefán.
Atvikið átti sér stað á hótelherbergi á Hótel Borg. Mynd/ Stefán.
Hæstiréttur dæmdi í dag fertugan Bandaríkjamann í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot á Hótel Borg í maí í fyrra.

Stúlkan var stödd á herbergi á hótelinu þegar maðurinn kom og hafði samræði við hana í myrkvuðu hótelherbergi. Konan taldi að um annan mann hafði verið að ræða sem hún hafði nokkrum mínútum áður haft samræði við og hafði átt von á honum aftur inn í herbergið.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í hálfs árs fangelsi. Í hæstaréttardómnum segir að brotið hafi verið alvarlegt og beinst gegn mikilvægum hagsmunum. Það hefði eftir gögnum málsins haft í för með sér verulegar afleiðingar fyrir konuna sem brotið beindist gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×