Erlent

Facebook bannað í Pakistan

Mynd/AFP

Dómstóll í Pakistan hefur komist að þeirri niðurstöðu að lokað verður fyrir aðgang að samskiptavefnum Facebook í landinu að minnsta kosti út maí. Ástæðan er sú að fjölmargir notendur í Pakistan tóku því afar illa að fram fari á vefnum keppni þar sem notendur eru hvattir til að senda inn skopmyndir af Múhameð spámanni.

Í dómsniðurstöðunni er utanríkisráðuneyti landsins hvatt til taka málið upp á alþjóðavettvangi. Í gegnum tíðina hafa pakistönsk stjórnvöld verið óhrædd við að loka ákveðnum vefsvæðum sem þeim hugnast ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×