Innlent

Úthluta styrkjum til fjölda verkefna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason hefur samþykkt tillögur um úthlutun styrkja.
Árni Páll Árnason hefur samþykkt tillögur um úthlutun styrkja.
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur samþykkt tillögur um úthlutun styrkja til 21 verkefnis og rannsókna sem munu koma til framkvæmda á þessu ári.

Samtals var þrjátíu milljónum króna úthlutað úr sjóði sem stofnaður var í tilefni af Evrópuárinu 2010 sem tileinkað er baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum og Evrópusambandinu, en alls bárust 85 umsóknir fyrir ríflega 208 milljónir króna.

Árið 2010 er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun í Evrópu. Á Íslandi er lögð áhersla á að styrkja verkefni sem auka fjölbreytni við úrræði og námskeið til að bæta aðstæður tekjulágra hópa og fjölskyldna, atvinnulausra og fólks með skerta starfsgetu, verkefni sem vinna gegn fordómum sem einstaklingar upplifa vegna aðstæðna sinna og sem ýta undir félagslega virkni fólks sem hætt er við einangrun vegna langtímaatvinnuleysis eða bágra aðstæðna. Auk þess er lögð áhersla á að raddir þeirra sem búa við fátækt og félagslega einangrun heyrist í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×