Innlent

Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu

Mynd/Heiða Helgadóttir

Tvö ungmenni sluppu lítið meidd, þegar bíll þeirra valt heila veltu og hafnaði á hjólunum úti í Eyjafjarðará á tólfta tímanum í gærkvöldi. Fólkið komst sjálft út úr bílnum og upp á veg, en var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Tildrög slyssins eru óljós, en ef til vill á reynsluleysi ökumanns einhvern hlut að máli, því hann er aðeins 17 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×