Innlent

Engin hætta við Lambafell

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsnæðið við Lambafell.
Húsnæðið við Lambafell.
Enginn hætta er á að vatnavextir í Svaðbælisá ógni glæsihúsnæðinu við Lambafell, segir lögreglumaður sem Vísir talaði við. Hann sagði að áin hefði hlaðið miklu undir sig vegna flóðsins sem varð í gær. Hins vegar hefði ekki orðið nýtt flóð í dag.

Lögreglumaðurinn, sem staddur er við Lambafell sagði að Vegagerðin ynni að því að styrkja varnargarðana og að meðan að sú vinna væri í gangi væri engin hætta á ferðum.






Tengdar fréttir

Glæsihýsi í hættu vegna nýs flóðs í Svaðbælisá

Miklir vatnavextir eru hafnir í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum. Íbúar í grenndinni sem fréttastofa hefur rætt við segjast óttast að hús að Lambafelli kunni að vera í hættu vegna flóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×