Erlent

Aðeins framhjá

Óli Tynes skrifar
Vörupalli varpað úr Herkúles herflutningavél.
Vörupalli varpað úr Herkúles herflutningavél.

Flugmenn á Herkúles flutningaflugvél sænska flughersins misreiknuðu sig eitthvað þegar þeir köstuðu fleiri tonna vörupöllum í fallhlífum út úr vélinni.

Pallarnir áttu að lenda á skotæfingasvæði hersins á Skáni. Þess í stað dúndruðu þeir niður í matjurtagarð við bæinn Åhus. Ræktendum hans til lítillar gleði.

Þeir prísuðu sig þó sæla yfir að hafa ekki verið að bogra yfir útsæðinu. Til þess að bæta gráu ofan á svart lögðust fallhlífar vörupallana yfir nærliggjandi vegi og lokuðu þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×