Innlent

Eyddu ekki meira en 300 þúsund krónum

Framsóknarmenn í Reykjavík kynntu stefnumál sín í Elliðaárdal á þriðjudag.
Framsóknarmenn í Reykjavík kynntu stefnumál sín í Elliðaárdal á þriðjudag. Mynd/Valgarður Gíslason
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík sem tóku þátt í forvali framsóknarmanna í Reykjavík sem haldið var 28. nóvember 2009 hafa skilað inn yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar og staðfest að útgjöld fóru ekki yfir 300 þúsund krónur.

Fram kemur á heimsíðu Framsóknarflokksins að eini kostnaður frambjóðenda var við sameiginlegt kynningarblað sem gefið var út og sent á félagsmenn fyrir forvalið auk símakostnaðar. Allir frambjóðendur hafa staðfest að hafa ekki þegið styrki frá fyrirtækjum.

Framsóknarmenn í Reykjavík skora á frambjóðendur annarra flokka að gera grein fyrir kostnaði vegna prófkjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×