Innlent

Vill umræðu um hestapestina í landbúnaðarnefnd

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Einar K. Guðfinnsson þingmaður sjálfstæðismanna vill að hestapestin sem nú geisar verði tekin til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd við „fyrstu hentugleika". Einar er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og bendir hann á að pestin hafi þegar haft mikil áhrif.

Óskaði hann eftir því að fulltrúar ráðuneytis, Matvælastofnunar, dýralæknir hestasjúkdóma og hagsmunaaðilar verði kallaðir fyrir nefndina í þessu skyni.

„Tilgangurinn er að varpa ljósi á málið og hvernig sjúkdómurinn muni þróast. Ennfremur að meta áhrifin á Landsmót hestamanna og þær afleiðingar sem þessi smitsjúkdómur hefur haft á hestamennskuna sem atvinnugrein og þá margháttuðu starfsemi og atvinnusköpun um allt land sem henni tengist," segir í tilkynningu frá þingflokki sjálfstæðismanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×