Erlent

Fjórtán ára þrælkunarvinna fyrir samkynhneigð

Óli Tynes skrifar
Steven Monjeza og Tiwonge Chimbalanga.
Steven Monjeza og Tiwonge Chimbalanga.

Dómstóll í Afríkuríkinu Malawi hefur dæmt tvo samkynhneigða karlmenn í fjórtán ára þrælkunarvinnu.

Við uppkvaðningu dómsins sagði dómarinn; „Ég ætla að gefa ykkur ógnvekjandi dóm til þess að almenningur verði verndaður fyrir fólki eins og ykkur. Svo að við freistumst ekki til þess að fylgja ykkar hryllilega fordæmi."

Mennirnir tveir eru Steven Monjeza sem er 26 ára gamall og Tiwonge Chimbalanga sem er tvítugur. Þeir hafa setið í fangelsi síðan þeir voru handteknir í desember síðastliðnum eftir að þeir héldu trúlofunarpartí.

Mannréttindasamtök og ríkisstjórnir um allan heim hafa fordæmt meðferðina á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×