Erlent

Verkfallsbann fellt úr gildi hjá British Airways

Óli Tynes skrifar
We are the champions, sungu flugfreyjurnar eftir úrskurðinn.
We are the champions, sungu flugfreyjurnar eftir úrskurðinn.

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi hefur fellt úr gildi bann við verkfalli flugfreyja hjá British Ariways.

Flugfreyjur geta því hafið fimm daga verkfall sem hafði verið boðað frá næstkomandi mánudegi.

Alls hafa verið boðaðir tuttugu verkfallsdagar. Flugfélagið er á vonarvöl.

Það hefur rekið með stórfelldu tapi og það tap hefur auðvitað enn aukist stórlega vegna truflana á flugi vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.

Forstjóri British Ariways lýsti vonbrigðum með þessa niðurstöðu en sagði að félagið myndi gera allt sem í þess valdi stæði til þess að halda áfram að fljúga.

Flugfreyjur sungu „We are the champions" þegar fregnir bárust af úrskurðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×