Fleiri fréttir

Róleg nótt í grennd við gosstöðvarnar

Að sögn vettvangsstjórnar á Hvolsvelli hefur nóttin verið mjög róleg í grennd við gosstöðvarnar. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt varð örlítil aukning á vatnsrennsli í Markarfljóti og barst nokkur krapi með en þegar leið að morgni hafði vatnsmagn ekki aukist frekar í ánni. Frá eldstöðvunum má þó enn finna markvissan takt umbrotanna.

Sleginn í höfuðið

Skemmtanahald í gærkvöldi og nótt fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu. Einn var sleginn í höfuðið á dansleik í Borgarnesi. Maðurinn er ekki mikið slasaður, að sögn lögreglu. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík og Borgarnesi í nótt.

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu

Þrír voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl eftir að fólksbíll valt á þjóðveginum norðan við Akureyri um þrjúleitið í nótt. Fimm ungmenni fædd árið 1992 voru í bílnum. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum en mikil hálka er á svæðinu, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Bíllinn er afar illa farinn eftir veltuna.

Missti sjónar á góðum gildum

„Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa.“ Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag.

Minnisvarði um Sveinbjörn allsherjargoða

Minnisvarði um Sveinbjörn Beinteinsson, fyrsta allsherjargoða Ásatrúarfélagsins og rímnaskálds, verður vígður við hátíðlega athöfn í Öskjuhlíð í dag.

Vill alþingiskosningar eftir uppgjörið

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því að kosið verði til þings eftir að uppgjörinu eftir hrunið er lokið. „Ég vil kosningar sem snúast um framtíðina,“ sagði Bjarni á opnum fundi í Valhöll í gær. Þar

Ekkert svigrúm fyrir frekari niðurskurð

Tryggingastofnun mun líklega hafa fjárhagslega burði til að taka á sig aukin fjárútgjöld vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá flestum stærstu lífeyrissjóðunum án aukaframlags úr ríkissjóði, segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.

Heilsuverndarstöðin má hýsa hótelrekstur

Eigendur gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg hafa nú fengið leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að breyta byggingunni í hótel fyrir Icelandair Hotels.

Breytti landslagi breskra stjórnmála

„Mér kemur ekkert á óvart,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, þegar hann var spurður hvort „fyrirbærið“ Nick Clegg komi honum á óvart. Clegg er leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, „þriðja“ flokksins í breskum stjórnmálum, sem allt frá stofnun fyrir rúmum tveimur

Vilja miða við 18 ára aldur

Meirihluti þátttakenda í könnun á vegum Evrópusambandsins (ESB), eða 89 prósent, vilja innleiða samræmdar reglur innan aðildarríkjanna sem banna unglingum undir átján ára aldri að neyta áfengis.

Ætla að efla árangursmælingar

Yfirstjórn Landspítalans (LSH) bárust 3.400 tillögur frá starfsfólki um leiðir til að auka sparnað og 800 tillögur um stefnumótun. Björn Zoëga, forstjóri LSH, kynnti nýja framtíðarsýn spítalans og starfsáætlun fyrir þetta ár og næsta á ársfundi spítalans í gær.

Enn er unnið að komu fólks frá Haítí

Ekki sér enn fyrir endann á komu fólks frá Haítí til Íslands. Í kjölfar jarðskjálftans í landinu í janúar ákvað ríkisstjórnin að fela flóttamannanefnd að fjalla um möguleika þess að taka á móti fólki þaðan á grundvelli fjölskyldusameiningar. Athugun leiddi í ljós að á þeim grundvelli stæðu lög til móttöku á annan tug skyldmenna tveggja kvenna frá Haítí sem búa á Íslandi.

Endurheimtu verkfallsréttinn

Starfsfólk Norðuráls hefur endurheimt rétt til að fella niður vinnu vegna kjaradeilna og samið um allt að 11,2 prósenta launahækkun, sem meðal annars kemur fram í eingreiðslu upp á 150.000 krónur.

Dröfn RE farin á hrefnuveiðar

Hrefnuveiðimenn héldu til veiða í gær á Dröfn RE og reikna með að ferskt hrefnukjöt verði komið í verslanir á allra næstu dögum. Félag hrefnuveiðimanna mun gera út þrjá báta til hrefnuveiða í sumar. Einn þeirra var keyptur á dögunum og er verið að gera hann sjókláran þessa dagana í Kópavogshöfn. Vestfirðingar eru að gera klárt og ætla til veiða á næstunni.

Vatni borgarbúa ekki ógnað

Sigurbjörn Búi, forstöðumaður fyrir kalda vatnið hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir ástæðulaust að óttast mengun á drykkjarvatni vegna öskufalls á starfssvæði fyrirtækisins.

Stjórnvöld eru þröskuldur

Hrun efnahagslífsins í kjölfar áhættusækni má ekki verða til þess að íslensk fyrirtæki hætti að fjárfesta, að sögn Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, í opnunarávarpi á ársfundi samtakanna í gær.

Segir réttaróvissunni nú eytt

„Ég fagna þessum dómi því með honum er réttaróvissunni eytt.“ Þetta segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari um nýgenginn dóm Hæstaréttar. Með honum staðfestir Hæstiréttur að lögreglustjórar séu hæfir til þess að fara með rannsókn mála þar sem brotið er á lögreglumönnum í umdæmi þeirra.

Ármann segist munu borga allt

Ármann Kr. Ólafsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi og fyrrverandi þingmaður, skuldaði bönkunum 248 milljónir í ágúst 2007. Ólíkt mörgum þeirra sem getið er á lista nefndarinnar yfir þingmenn sem fengu yfir 100 milljónir að láni skrifast lán Ármanns ekki á maka hans né hefðbundinn atvinnurekstur, heldur var þar lánað fyrir hlutabréfaviðskiptum.

Flugumferð á fullt á morgun

Flugumferð í Evrópu ætti að vera komin á fullt á morgun eftir röskun í sex daga, segja talsmenn Eurocontrol, loftferðareftirlits Evrópusambandsins. Flugvélar flugu í dag og voru flest flugin á áætlun, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Stúdentar óánægðir með námsval í sumar

Stúdentar við Háskóla Íslands eru síður en svo ánægðir með það námsúrval sem þeim stendur til boða í sumar, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir að fyrir um það bil tveimur mánuðum hafi Katrín Jakobsdóttir

Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma

Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins.

Átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga áfengisdauðri stúlku

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri en hann var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nýtt sér ölvunarástand stúlku og nauðgað henni. Stúlkan var mjög ölvuð og gat því ekki spornað við verknaðinum.

Upplýsingar frá Heilsugæslu Rangárþings vegna eldgossins

Þjónusta læknis og hjúkrunarfræðings er veitt við heilsugæslustöðvarnar á Hellu (sími 4805320) og Hvolsvelli (4805330) á dagvinnutíma og utan þess tíma sinnir vakthafandi læknir bráðatilvikum, sími 4805111. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu Rangárþings vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli.

Magnús Árni ráðinn rektor á Bifröst

Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans, bifrost.is.

Nafnabreytingar á ráðuneytum hafa kostað 3 milljónir

Breytingar á nöfnum fjögurra ráðuneyta á kjörtímabilinu hafa kostað ríkissjóð þrjár milljónir króna samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, en hann svaraði þar fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnað á breytingunum.

Einum sleppt vegna kókaínmálsins

Karl á sextugsaldri er laus úr haldi lögreglu en maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni.

Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénun

Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Sjómanni á vélarvana báti bjargað

Sjómanni, sem var einn á fiskibáti sínum, Steina GK, var bjargað á síðustu stundu þegar vélin í bátnum bilaði þegar hann var staddur skammt frá Garðskagavita,laust fyrir klukkan níu í morgun. Bátinn rak hratt í átt að grýttri fjörunni.

Fóru í sjúkraflug til Grænlands

Sjúkraflugvél á vegum Slökkviliðs Akureyrar flaug í gær eftir tveimur sjúklingnum í bænum Aasiat á vesturströnd Grænlands, en bærinn er yfir 500 kílómetra norður af höfuðstaðnun Nuuk.

Bílvelta á Holtavörðuheiði

Þrír menn sluppu lítið meiddir þegar lítill pallbíll þeira valt tvær veltur út fyrir veginn um Holtavörðuheiði snemmam í morgun.

Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði

Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum.

Fékk mígreniskast og talar nú með kínverskum hreim

Bresk kona frá Devon fékk heiftarlegt mígreniskast og vaknaði daginn eftir með sterkan kínverskan hreim. Hin 35 ára gamla Sarah Colwill segir að læknar hafi greint sig með svokallað "Foreign Accent Syndrome" en fyrirbrigðið er ekki óþekkt.

Þjóðarsorg í Kína

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kína í dag vegna þeirra sem létust í jarðskjálftanum í Qinghai héraði fyrir viku síðan.

Nick Clegg segir Brown vera að fara á taugum

Gordon Brown forsætisráðherra virðist nú vera farinn að stíga í vænginn við frjálslynda demókrata en þeir hafa verið að bæta við sig fylgi í Bretlandi eftir góða frammistöðu Nicks Clegg í sjónvarpskappræðum á dögunum.

Miklar tafir á evrópskum flugvöllum

Öngþveiti ríkir enn á mörgum flugvöllum vegna vandræðanna sem gosið í Eyjafjallajökli hefur skapað í Evrópu þrátt fyrir að flestir flugvellir hafi verið opnaðir.

Iceland Express fyrst í loftið frá Gatwick

Önnur vél Iceland Express frá London lendir í Keflavík skömmu eftir hádegi í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrjú hundruð og fimmtíu manns hafa þá flogið til London á vegum félagsins síðan bresk flugmálayfirvöld opnuðu flugvellina þar um miðnætti.

Sjá næstu 50 fréttir