Innlent

Enn er unnið að komu fólks frá Haítí

Gangi áætlanir eftir flytjast hingað meira en tíu börn frá Haítí á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Gangi áætlanir eftir flytjast hingað meira en tíu börn frá Haítí á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Ekki sér enn fyrir endann á komu fólks frá Haítí til Íslands. Í kjölfar jarðskjálftans í landinu í janúar ákvað ríkisstjórnin að fela flóttamannanefnd að fjalla um möguleika þess að taka á móti fólki þaðan á grundvelli fjölskyldusameiningar. Athugun leiddi í ljós að á þeim grundvelli stæðu lög til móttöku á annan tug skyldmenna tveggja kvenna frá Haítí sem búa á Íslandi.

Breytingar á persónulegum högum kvennanna gerðu að verkum að dvalarleyfi þeirra eru ekki lengur gild. Hefur Útlendingastofnun umsókn þeirra um dvalarleyfi á nýjum forsendum til meðferðar.

Samhliða fer fram nauðsynleg gagnaöflun á Haítí. Fólkið þarfnast vegabréfa auk pappíra sem færa sönnur á hvert það er. Samkvæmt Merði Árnasyni, formanni flóttamannanefndar, er sú vinna langt komin í tilviki ættmenna annarrar konunnar.

Ströngu verklagi er fylgt, ekki síst vegna tilraunar nokkurra Bandaríkjamanna til að ræna 29 börnum í lok janúar.

Ekki liggur fyrir hvenær pappírsvinnunni ytra lýkur, né heldur hvenær Útlendingastofnun afgreiðir umsóknirnar um dvalarleyfi.- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×