Breytti landslagi breskra stjórnmála 22. apríl 2010 06:00 Leiðtogi Frjálslyndra demókrata hefur heldur betur hrist upp í kosningabaráttunni í Bretlandi. fréttablaðið/AP „Mér kemur ekkert á óvart,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, þegar hann var spurður hvort „fyrirbærið“ Nick Clegg komi honum á óvart. Clegg er leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, „þriðja“ flokksins í breskum stjórnmálum, sem allt frá stofnun fyrir rúmum tveimur áratugum hefur mátt sætta sig við töluvert minna fylgi en Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn, undir forystu Davids Cameron, hefur mælst með yfirburðafylgi síðustu mánuði en Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið við völd síðan Tony Blair sigraði John Major, þáverandi leiðtoga Íhaldsflokksins, árið 1997, hefur verið í djúpri lægð undir forystu Gordons Brown. Frammistaða Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðum flokksleiðtoganna í síðustu viku breytti þessu með afgerandi hætti, því nú mælast þessir þrír flokkar með álíka mikið fylgi, tæplega þriðjung hver. Haldist þetta mun enginn flokkur fá hreinan meirihluta í þingkosningunum 6. maí, sem væri harla óvenjulegt því áratugum saman hafa annaðhvort íhaldsmenn eða Verkamannaflokkurinn verið nokkuð öruggir með meirihlutastjórn síns flokks. Brown hefur reyndar lagt til að þeir Clegg taki höndum saman og myndi samsteypustjórn til þess að halda íhaldsmönnum frá völdum, en Clegg segir það ekki sýna annað en örvæntingu forsætisráðherrans. Nick Clegg hefur verið formaður Frjálslyndra demókrata frá 2007, og hafði þá setið á breska þinginu í tvö ár en þar áður á Evrópuþinginu í fimm ár. Hann er 43 ára, fæddur í Bretlandi en er af hollenskum og rússneskum ættum. Móðir hans er hollensk en faðir hans hálfrússneskur bankamaður, býsna vel stæður. Eiginkona hans er spænsk, þannig að óhætt er að segja að Clegg hafi góð tengsl víða í Evrópu. Í breskum fjölmiðlum hafa verið rifjaðar upp sögur af skólagöngu hans í fínum einkaskólum, þar sem hann átti erfitt með að vakna á morgnana og lét aðra nemendur snúast í kringum sig. Vandræðalegt þótti þegar dagblaðið Sun komst yfir minnisblöð sem hann hafði með sér fyrir kappræðurnar í síðustu viku, þar sem fram kom að ráðgjafar hans hvöttu hann meðal annars til þess að líkja frekar eftir orðfæri Davids Cameron en forðast að tala eins og Gordon Brown. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
„Mér kemur ekkert á óvart,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, þegar hann var spurður hvort „fyrirbærið“ Nick Clegg komi honum á óvart. Clegg er leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, „þriðja“ flokksins í breskum stjórnmálum, sem allt frá stofnun fyrir rúmum tveimur áratugum hefur mátt sætta sig við töluvert minna fylgi en Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn, undir forystu Davids Cameron, hefur mælst með yfirburðafylgi síðustu mánuði en Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið við völd síðan Tony Blair sigraði John Major, þáverandi leiðtoga Íhaldsflokksins, árið 1997, hefur verið í djúpri lægð undir forystu Gordons Brown. Frammistaða Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðum flokksleiðtoganna í síðustu viku breytti þessu með afgerandi hætti, því nú mælast þessir þrír flokkar með álíka mikið fylgi, tæplega þriðjung hver. Haldist þetta mun enginn flokkur fá hreinan meirihluta í þingkosningunum 6. maí, sem væri harla óvenjulegt því áratugum saman hafa annaðhvort íhaldsmenn eða Verkamannaflokkurinn verið nokkuð öruggir með meirihlutastjórn síns flokks. Brown hefur reyndar lagt til að þeir Clegg taki höndum saman og myndi samsteypustjórn til þess að halda íhaldsmönnum frá völdum, en Clegg segir það ekki sýna annað en örvæntingu forsætisráðherrans. Nick Clegg hefur verið formaður Frjálslyndra demókrata frá 2007, og hafði þá setið á breska þinginu í tvö ár en þar áður á Evrópuþinginu í fimm ár. Hann er 43 ára, fæddur í Bretlandi en er af hollenskum og rússneskum ættum. Móðir hans er hollensk en faðir hans hálfrússneskur bankamaður, býsna vel stæður. Eiginkona hans er spænsk, þannig að óhætt er að segja að Clegg hafi góð tengsl víða í Evrópu. Í breskum fjölmiðlum hafa verið rifjaðar upp sögur af skólagöngu hans í fínum einkaskólum, þar sem hann átti erfitt með að vakna á morgnana og lét aðra nemendur snúast í kringum sig. Vandræðalegt þótti þegar dagblaðið Sun komst yfir minnisblöð sem hann hafði með sér fyrir kappræðurnar í síðustu viku, þar sem fram kom að ráðgjafar hans hvöttu hann meðal annars til þess að líkja frekar eftir orðfæri Davids Cameron en forðast að tala eins og Gordon Brown. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira