Fleiri fréttir Búfjáreigendur hvattir til þess að fylgjast grannt með öskufalli Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgossins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild. 14.4.2010 21:55 Búið að lesa fjögur bindi eftir þrotlausan lestur í tvo sólarhring Leikarar Borgarleikhússins hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þrotlaust síðan hún kom út á mánudaginn en þeir eru að lesa fjórða bindið núna. Á heimasíðu leikhússins kemur fram að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar. 14.4.2010 21:31 Ólafur Ragnar hafnar siðferðilegum áfellisdómi rannsóknarefndar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir skýrslu siðanefndar í Rannsóknarskýrslu Alþingis vera uppfulla af rangfærslum og villum. Þetta sagði hann í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag. 14.4.2010 21:17 Hlaupið minna en það fyrra - þó meira krap í því Flóðið úr Eyjafjallajökli er komið niður að nýju Markafljótsbrú. Það er minna en flóðið sem skall á í hádeginu í dag að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli en aftur á móti er meira krap í þessu flóði. Þó er óljóst hvort það hafi einhver sérstök áhrif. 14.4.2010 20:39 Bjarni Ben: Hrunið gerðist þrátt fyrir stefnu flokksins, ekki vegna hennar Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafnar alfarið að hrunið hafi orðið vegna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að flokkurinn eigi samleið með því siðrofi sem varð á Íslandi. Þetta sagði hann í Kastljósi í kvöld. 14.4.2010 20:28 Nær allir útrásavíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda Nær allir útrásarvíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda. Aðeins þrír af stærstu leikendunum í viðskiptalífinu fyrir bankahrun eru með lögheimili sitt skráð á Íslandi. Vegna þessa verða sakamál þyngri í vöfum og seinlegri auk þess sem innheimtuaðgerðir verða erfiðari segir lögmaður. 14.4.2010 20:13 Allt millilandaflug gæti stöðvast vegna eldgossins Allt millilandaflug til og frá landinu gæti stöðvast vegna eldgossins en hagstæðar vindáttir hafa ráðið því að aðeins hefur þurft að loka einum millilandaflugvelli af fjórum í dag. 14.4.2010 19:46 Eiginkona Guðjóns gröfumanns hafði áhyggjur af manninum sínum „Hún Heiðdís hafði dálitlar áhyggjur af manni en hún treystir kallinum,“ segir Guðjón Sveinsson, gröfumaðurinn sem rauf veginn við Markafljótsbrú. 14.4.2010 19:33 Fjármálaráðherrann strandaglópur - þyrla kom til bjargar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir mikla mildi að tekist hafi að bjarga verðmætum mannvirkjum skammt frá jökulhlaupinu við Eyjafjallajökul í morgun. Hann fór austur þegar hann frétti af gosinu og slóst síðan í hóp með jarðfræðingum og vatnamælingamönnum. 14.4.2010 19:16 Hálfs kílómetra breið sprunga í Toppgíg Gruggug jökulvatnið þreyttist af toppi Eyjafjallajökuls, niður Gígjökul, fyllti lónið þar fyrir neðan áður en það rann niður í Markarfljótið. 14.4.2010 19:07 Náttúran sýndi mátt sinn og megin Náttúran sýnir mátt sinn og megin undir Eyjafjöllum. Gosið undir Eyjafjallajökli hefur brætt stóran hluta jökulsins og vatnið flæðir niður suðurhlíðar jökulsins og norðan megin niður í Markarfljót. Enn er þó nóg eftir af ís fyrir gosið að bræða. Hlaupið í Markarfljóti virðist aftur vera að færast í aukana eftir að hafa rénað nokkuð síðdegis. 14.4.2010 19:04 Rýmingu aflétt að hluta en fylgst með nýju flóði Rýmingu á stærsta svæðinu á Suðurlandi nærri Eyjafjallajökli verður aflétt klukkan átta í kvöld en ekki er búið að gefa upp hvaða svæði það eru. 14.4.2010 18:17 Önnur spýja á leiðinni í Markarfljóti Lögregla er nú að koma öllum fréttamönnum frá brúarsporðinum við Markarfljótsbrúnna en þar höfðu teymi fréttamanna frá Stöð 2 og RÚV fengið leyfi til að koma sér fyrir til þess að flytja fréttir af Eldgosinu í Eyjafjallajökli. Nú berast hins vegar fregnir af því að von sé á nýrri spýju af eðju niður Markarfljótið. Búist er við því að flóðið nái að brúnni innan klukkutíma. 14.4.2010 17:42 Steingrímur flaug á þyrlu í sjónvarpsviðtal Lokun brúarinnar yfir Markarfljót stöðvaði ekki Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra sem var á leið í viðtal við Helgu Arnardóttur fréttakonu Stöðvar 2 sem stödd var við hinn brúarsporðinn. 14.4.2010 17:29 Tveir fluttir á spítala eftir árekstur Tveir einstaklingar voru fluttir á spítala eftir árekstur upp í Gerðubergi fyrir stundu. Slökkviliðið mætti á vettvang í en í fyrstu var talið að það þyrfti að klippa þá út úr bílunum. Það reyndist þó ekki nauðsynlegt. 14.4.2010 17:23 Hetjudáð Halla - dönsuðum af gleði Sigrún Hreinsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, segir hóp jarðeðlisfræðinga standa í mikilli þakkarskuld við Harald Ása Lárusson. Haraldur bjargaði GPS mælingartæki hópsins með því að hanga utan í þyrlu í morgun og veiða það upp úr flóðinu. 14.4.2010 17:21 Almannavarnir meta stöðuna Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að almannavarnir og vísindamenn muni á símafundi klukkan fimm fara yfir stöðuna og taka ákvörðun um framhald rýmingar á svæðinu. Um 700 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna gossins í nótt, en það er svipað og þegar gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. 14.4.2010 16:44 Hlaupið í rénun Hlaupið úr Eyjafjallajökli er í rénun þessa stundina, bæði Markarfljótsmegin og Svaðbælisármegin. Lögreglan á Hvolsvelli gerir ráð fyrir því að jarðvísindamenn og fulltrúar frá almannavörnum muni fljúga yfir svæðið innan skamms og meta stöðuna. 14.4.2010 14:51 Magnað myndskeið af flóðinu Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður Stöðvar 2 flaug með þyrlu yfir gossvæðið í dag og náði þessum mögnuðu myndum þegar flóðið steypist niður af jöklinum norðanmegin og út í lónið við Gígjökul. 14.4.2010 14:28 Áhugi erlendra fjölmiðla á gosinu gríðarlegur Fjölmiðlarnir leggja flestir áherslu á að 800 hundruð manns hafi þurft að flýja eldgosið og að þetta sé miklu stærra og alvarlegra gos en það sem hefur fjarað út á fimmvörðuhálsi. 14.4.2010 19:50 Eldur í skipi slökktur Slökkviliðið er búið að slökkva eld í skipi sem lá við bryggju nærri Óseyrarbraut í Hafnarfirði nú í kvöld. Slökkvilið frá tveimur slökkviliðstöðum var kallað á vettvang í ljósi aðstæðna. Mikill reykur var í skipinu neðanþilja og þurftu þrjú svokölluð gengi af reykköfurum að leita uppruna eldsins. 14.4.2010 22:54 Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. 14.4.2010 17:00 Mikill samhugur í sveitinni Í vettvangsstöðinni á Hvolsvelli er ekki bara verið að skipuleggja neyðaraðgerðir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þar er björgunarsveitarmönnum einnig gefið að borða og þar geta menn lagt sig þegar þreytan fer að segja til sín. 14.4.2010 16:26 Hékk utan í þyrlu og bjargaði tækjum frá Veðurstofunni úr flóðinu Haraldur Ási Lárusson tökumaður hjá Kukli fór í ævintýralega þyrluferð í dag þegar hann var að mynda hamfarirnar í Markarfljóti. 14.4.2010 16:17 Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var staddur nærri Markafljótsbrú þegar vatnsflaumurinn kom að brúnni. Hann segir að það hafi verið magnað að upplifa þetta. Sem betur fer hafi brúin bjargast. „Þetta var mikill flaumur á meðan þetta kom og fór nokkuð hátt undir brúna um tíma,“ segir Steingrímur. Hann sagði að það hafi skipt máli að rjúfa veginn því með því hefði tekist að minnka álagið á brúna. 14.4.2010 15:41 Tugir hafast við í hjálparstöðvunum Tugir manna hafast við í fjöldahjálparstöðvum Rauða kross Íslands í grennd við Eyjafjallajökul. Vegna eldgossins virkaði Rauði krossinn neyðarvarnarkerfi sitt og opnað í nótt starfsstöðvar í grunnskólanum á Hvolsvelli, Varmahlíð, Heimalandi og Drangshlíð. 14.4.2010 15:38 Barinn í klessu -myndband Alríkislögreglan í Baltimore rannsakar barsmíðar lögreglu á námsmanni sem var ásamt drukknum félögum sínum að fagna sigri í hafnaboltaleik hinn þriðja mars síðastliðinn. 14.4.2010 15:38 Allt að hundrað gætu sloppið við fangelsisvist Fyrirsjáanlegt er að verði ekkert að gert til að fjölga fangarýmum í landinu munu dómar fyrnast vegna plássleysis, að mati dómsmála- og mannréttindaráðherra. 14 dómar kunna að fyrnast í ár og á næsta ári sökum plássleysis. Á árunum 2012 og 2013 má búast við því að um 100 dómar fyrnist. Þetta kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um plássleysi í fangelsum og fésektir. 14.4.2010 14:19 Vigdís verður áttræð á morgun Vigdís Finnbogadóttir verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót hjá Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Hugvísindasvið Háskóla Íslands í tilefni af áttræðisafmæli hennar á morgun. 14.4.2010 14:13 Einsog við sögðum fyrir fjörutíu árum... Dómstóll í Bandaríkjunum hefur skipað skólayfirvöldum til sveitar í Missisippi að hlýða fjörutíu ára gamalli tilskipun Bandaríkjaþings um að hætta að aðskilja kynþætti í skólum. 14.4.2010 14:13 Senda út Good Morning America frá Eyjafjallajökli Þáttastjórnendur hins geysivinsæla bandaríska morgunþáttar Good Morning America eru væntanlegir hingað til lands en til stendur að senda út hluta þáttarins á mánudaginn kemur frá Eyjafjallajökli. Þættinum er stjórnað af þeim Robin Roberts og George Stephanopoulos og er hann á dagkskrá á hverjum virkum degi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. 14.4.2010 14:09 Rafmagn komið á Grandasvæði Fyrr í dag varð háspennubilun á Grandasvæði og voru nokkrar götur þar rafmagnslausar en þar er rafmagn komið aftur á, að fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni. 14.4.2010 14:08 Ekki talið að Landeyjahöfn muni skemmast Að svo stöddu er ekki gert ráð fyrir teljandi skemmdum á mannvirkjum í og við Landeyjahöfn en til að svo yrði þyrftu að verða náttúrhamfarir á borð við Skeiðarárhlaup. „Hinsvegar er ljóst að lagerinn í Markarfljóti, um 50 þúsund rúmmetrar af efni, muni rýrna. Einnig má búast við að flóðvarnargarðarnir ofarlega í fljótinu geti skemmst,“ segir á heimasíðu Siglingastofnunar Íslands. 14.4.2010 14:01 Tæplega 5.000 ríkisborgarar fluttu af landinu í fyrra Alls flutti 4.851 einstaklingur með íslenskan ríkisborgararétt frá landinu á árinu 2009, þ.e. 2.466 fleiri en þeir íslensku ríkisborgarar sem fluttu til landsins með íslenskan ríkisborgararétt. 14.4.2010 13:48 Nýja brúin heil - gamla fór á kaf Vatn rennur nú undir brúna við Markarfljót og framhjá henni en brúin stendur heil, segir Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli. Hann segir að skarð hafi verið rofið í veginn til þess að taka þungann af brúnni. Auðveldara sé að laga vegi en brú. Kjartan segir vatnsrennslið ekki vera enn að aukast heldur sé komið jafnvægi á það. 14.4.2010 13:35 Í lagi með rafmagn og drykkjarvatn í Eyjum Vestmannaeyingar hafa verið uggandi um rafmagn og vatn eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og hlaup hófst í Markarfljóti. Drykkjarvatn eyjarskeggja kemur með leiðslu úr Stóru-Mörk og liggur leiðslan undir Markafljót og er grafin á fimm metra dýpi undir árbotninum. 14.4.2010 13:23 Gríðarlegt mannfall í Mexíkó Nærri 23 þúsund manns hafa fallið í baráttu stjórnvalda við eiturlyfjahringi í Mexíkó á síðastliðnum fjórum árum. 14.4.2010 13:15 Ólafur og Dorrit mæta í afmælið til Danadrottningar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Margrétar Danadrottningar um að taka á morgun og á föstudaginn þátt í hátíðarhöldum í Kaupmannahöfn í tilefni af 70 ára afmæli drottningar. 14.4.2010 13:13 Mun stærra gos en á Fimmvörðuhálsi - myndskeið Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið nú vera mun stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Fréttamaður slóst í för með vísindamönnum og landhelgisgæslunni í morgun og flaug yfir svæðið. 14.4.2010 13:11 Síðast gaus í tvö ár Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls og er einungis vitað um tvö gos á sögulegum tíma í jöklinum. Það fyrra varð árið 1612 og það seinna 1821 til 1823. Gosið sem hófst 20. mars á Fimmvörðuhálsi var austan við jökulinn. 14.4.2010 13:09 Rafmagnslaust á Grandasvæði Fyrr í dag varð háspennubilun á Grandasvæði og eru nokkrar götur / slóðir þar rafmagnslausar. Unnið er að viðgerð og búist við að rafmagn komist á fljótlega. 14.4.2010 13:08 Kolaskipstjóri handtekinn í Ástralíu Ástralska lögreglan hefur handtekið skipstjórann og stýrimann á kínverska kolaflutningaskipinu sem strandaði á kóralrifinu mikla hinn þriðja þessa mánaðar. 14.4.2010 13:00 Gosið bræðir jökulinn hratt Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi og að vísindamenn telji að gossprungan sé um tveir kílómetrar að lengd. Hún liggur norður-vestur. Það flæðir bæði til norðurs og suðurs ofan af jöklinum en sínu meira til norðurs, að sögn Rögnvalds. 14.4.2010 12:24 Flóðið komið að nýju Markarfljótsbrúnni Flóðið úr norðurhlíð Eyjafjallajökuls hefur nú náð að nýju Markarfljótsbrúnni. Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að það hafi verið komið að brúnni rétt eftir klukkan tólf. Brúin heldur enn að sögn Sveins en tvö rof voru gerð í þjóðveginn til þess að létta álagið á brúnni. 14.4.2010 12:23 Bannað að fljúga yfir stóran hluta landsins Bannað er að fljúga um stóran hluta landsins vegna hættu sem gæti stafað af öskufalli. Svæðið er miðað við ríkjandi vindáttir og allt eins líklegt a það geti breyst. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá Flugstoðum er gula svæðið í flughæð 35 þúsund fet og yfir græna frá 20 þúsund upp í 35 þúsund fetum og rauða er undir 20 fetum. 14.4.2010 12:10 Sjá næstu 50 fréttir
Búfjáreigendur hvattir til þess að fylgjast grannt með öskufalli Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgossins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild. 14.4.2010 21:55
Búið að lesa fjögur bindi eftir þrotlausan lestur í tvo sólarhring Leikarar Borgarleikhússins hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þrotlaust síðan hún kom út á mánudaginn en þeir eru að lesa fjórða bindið núna. Á heimasíðu leikhússins kemur fram að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar. 14.4.2010 21:31
Ólafur Ragnar hafnar siðferðilegum áfellisdómi rannsóknarefndar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir skýrslu siðanefndar í Rannsóknarskýrslu Alþingis vera uppfulla af rangfærslum og villum. Þetta sagði hann í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag. 14.4.2010 21:17
Hlaupið minna en það fyrra - þó meira krap í því Flóðið úr Eyjafjallajökli er komið niður að nýju Markafljótsbrú. Það er minna en flóðið sem skall á í hádeginu í dag að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli en aftur á móti er meira krap í þessu flóði. Þó er óljóst hvort það hafi einhver sérstök áhrif. 14.4.2010 20:39
Bjarni Ben: Hrunið gerðist þrátt fyrir stefnu flokksins, ekki vegna hennar Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafnar alfarið að hrunið hafi orðið vegna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að flokkurinn eigi samleið með því siðrofi sem varð á Íslandi. Þetta sagði hann í Kastljósi í kvöld. 14.4.2010 20:28
Nær allir útrásavíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda Nær allir útrásarvíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda. Aðeins þrír af stærstu leikendunum í viðskiptalífinu fyrir bankahrun eru með lögheimili sitt skráð á Íslandi. Vegna þessa verða sakamál þyngri í vöfum og seinlegri auk þess sem innheimtuaðgerðir verða erfiðari segir lögmaður. 14.4.2010 20:13
Allt millilandaflug gæti stöðvast vegna eldgossins Allt millilandaflug til og frá landinu gæti stöðvast vegna eldgossins en hagstæðar vindáttir hafa ráðið því að aðeins hefur þurft að loka einum millilandaflugvelli af fjórum í dag. 14.4.2010 19:46
Eiginkona Guðjóns gröfumanns hafði áhyggjur af manninum sínum „Hún Heiðdís hafði dálitlar áhyggjur af manni en hún treystir kallinum,“ segir Guðjón Sveinsson, gröfumaðurinn sem rauf veginn við Markafljótsbrú. 14.4.2010 19:33
Fjármálaráðherrann strandaglópur - þyrla kom til bjargar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir mikla mildi að tekist hafi að bjarga verðmætum mannvirkjum skammt frá jökulhlaupinu við Eyjafjallajökul í morgun. Hann fór austur þegar hann frétti af gosinu og slóst síðan í hóp með jarðfræðingum og vatnamælingamönnum. 14.4.2010 19:16
Hálfs kílómetra breið sprunga í Toppgíg Gruggug jökulvatnið þreyttist af toppi Eyjafjallajökuls, niður Gígjökul, fyllti lónið þar fyrir neðan áður en það rann niður í Markarfljótið. 14.4.2010 19:07
Náttúran sýndi mátt sinn og megin Náttúran sýnir mátt sinn og megin undir Eyjafjöllum. Gosið undir Eyjafjallajökli hefur brætt stóran hluta jökulsins og vatnið flæðir niður suðurhlíðar jökulsins og norðan megin niður í Markarfljót. Enn er þó nóg eftir af ís fyrir gosið að bræða. Hlaupið í Markarfljóti virðist aftur vera að færast í aukana eftir að hafa rénað nokkuð síðdegis. 14.4.2010 19:04
Rýmingu aflétt að hluta en fylgst með nýju flóði Rýmingu á stærsta svæðinu á Suðurlandi nærri Eyjafjallajökli verður aflétt klukkan átta í kvöld en ekki er búið að gefa upp hvaða svæði það eru. 14.4.2010 18:17
Önnur spýja á leiðinni í Markarfljóti Lögregla er nú að koma öllum fréttamönnum frá brúarsporðinum við Markarfljótsbrúnna en þar höfðu teymi fréttamanna frá Stöð 2 og RÚV fengið leyfi til að koma sér fyrir til þess að flytja fréttir af Eldgosinu í Eyjafjallajökli. Nú berast hins vegar fregnir af því að von sé á nýrri spýju af eðju niður Markarfljótið. Búist er við því að flóðið nái að brúnni innan klukkutíma. 14.4.2010 17:42
Steingrímur flaug á þyrlu í sjónvarpsviðtal Lokun brúarinnar yfir Markarfljót stöðvaði ekki Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra sem var á leið í viðtal við Helgu Arnardóttur fréttakonu Stöðvar 2 sem stödd var við hinn brúarsporðinn. 14.4.2010 17:29
Tveir fluttir á spítala eftir árekstur Tveir einstaklingar voru fluttir á spítala eftir árekstur upp í Gerðubergi fyrir stundu. Slökkviliðið mætti á vettvang í en í fyrstu var talið að það þyrfti að klippa þá út úr bílunum. Það reyndist þó ekki nauðsynlegt. 14.4.2010 17:23
Hetjudáð Halla - dönsuðum af gleði Sigrún Hreinsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, segir hóp jarðeðlisfræðinga standa í mikilli þakkarskuld við Harald Ása Lárusson. Haraldur bjargaði GPS mælingartæki hópsins með því að hanga utan í þyrlu í morgun og veiða það upp úr flóðinu. 14.4.2010 17:21
Almannavarnir meta stöðuna Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að almannavarnir og vísindamenn muni á símafundi klukkan fimm fara yfir stöðuna og taka ákvörðun um framhald rýmingar á svæðinu. Um 700 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna gossins í nótt, en það er svipað og þegar gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. 14.4.2010 16:44
Hlaupið í rénun Hlaupið úr Eyjafjallajökli er í rénun þessa stundina, bæði Markarfljótsmegin og Svaðbælisármegin. Lögreglan á Hvolsvelli gerir ráð fyrir því að jarðvísindamenn og fulltrúar frá almannavörnum muni fljúga yfir svæðið innan skamms og meta stöðuna. 14.4.2010 14:51
Magnað myndskeið af flóðinu Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður Stöðvar 2 flaug með þyrlu yfir gossvæðið í dag og náði þessum mögnuðu myndum þegar flóðið steypist niður af jöklinum norðanmegin og út í lónið við Gígjökul. 14.4.2010 14:28
Áhugi erlendra fjölmiðla á gosinu gríðarlegur Fjölmiðlarnir leggja flestir áherslu á að 800 hundruð manns hafi þurft að flýja eldgosið og að þetta sé miklu stærra og alvarlegra gos en það sem hefur fjarað út á fimmvörðuhálsi. 14.4.2010 19:50
Eldur í skipi slökktur Slökkviliðið er búið að slökkva eld í skipi sem lá við bryggju nærri Óseyrarbraut í Hafnarfirði nú í kvöld. Slökkvilið frá tveimur slökkviliðstöðum var kallað á vettvang í ljósi aðstæðna. Mikill reykur var í skipinu neðanþilja og þurftu þrjú svokölluð gengi af reykköfurum að leita uppruna eldsins. 14.4.2010 22:54
Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. 14.4.2010 17:00
Mikill samhugur í sveitinni Í vettvangsstöðinni á Hvolsvelli er ekki bara verið að skipuleggja neyðaraðgerðir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þar er björgunarsveitarmönnum einnig gefið að borða og þar geta menn lagt sig þegar þreytan fer að segja til sín. 14.4.2010 16:26
Hékk utan í þyrlu og bjargaði tækjum frá Veðurstofunni úr flóðinu Haraldur Ási Lárusson tökumaður hjá Kukli fór í ævintýralega þyrluferð í dag þegar hann var að mynda hamfarirnar í Markarfljóti. 14.4.2010 16:17
Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var staddur nærri Markafljótsbrú þegar vatnsflaumurinn kom að brúnni. Hann segir að það hafi verið magnað að upplifa þetta. Sem betur fer hafi brúin bjargast. „Þetta var mikill flaumur á meðan þetta kom og fór nokkuð hátt undir brúna um tíma,“ segir Steingrímur. Hann sagði að það hafi skipt máli að rjúfa veginn því með því hefði tekist að minnka álagið á brúna. 14.4.2010 15:41
Tugir hafast við í hjálparstöðvunum Tugir manna hafast við í fjöldahjálparstöðvum Rauða kross Íslands í grennd við Eyjafjallajökul. Vegna eldgossins virkaði Rauði krossinn neyðarvarnarkerfi sitt og opnað í nótt starfsstöðvar í grunnskólanum á Hvolsvelli, Varmahlíð, Heimalandi og Drangshlíð. 14.4.2010 15:38
Barinn í klessu -myndband Alríkislögreglan í Baltimore rannsakar barsmíðar lögreglu á námsmanni sem var ásamt drukknum félögum sínum að fagna sigri í hafnaboltaleik hinn þriðja mars síðastliðinn. 14.4.2010 15:38
Allt að hundrað gætu sloppið við fangelsisvist Fyrirsjáanlegt er að verði ekkert að gert til að fjölga fangarýmum í landinu munu dómar fyrnast vegna plássleysis, að mati dómsmála- og mannréttindaráðherra. 14 dómar kunna að fyrnast í ár og á næsta ári sökum plássleysis. Á árunum 2012 og 2013 má búast við því að um 100 dómar fyrnist. Þetta kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um plássleysi í fangelsum og fésektir. 14.4.2010 14:19
Vigdís verður áttræð á morgun Vigdís Finnbogadóttir verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót hjá Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Hugvísindasvið Háskóla Íslands í tilefni af áttræðisafmæli hennar á morgun. 14.4.2010 14:13
Einsog við sögðum fyrir fjörutíu árum... Dómstóll í Bandaríkjunum hefur skipað skólayfirvöldum til sveitar í Missisippi að hlýða fjörutíu ára gamalli tilskipun Bandaríkjaþings um að hætta að aðskilja kynþætti í skólum. 14.4.2010 14:13
Senda út Good Morning America frá Eyjafjallajökli Þáttastjórnendur hins geysivinsæla bandaríska morgunþáttar Good Morning America eru væntanlegir hingað til lands en til stendur að senda út hluta þáttarins á mánudaginn kemur frá Eyjafjallajökli. Þættinum er stjórnað af þeim Robin Roberts og George Stephanopoulos og er hann á dagkskrá á hverjum virkum degi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. 14.4.2010 14:09
Rafmagn komið á Grandasvæði Fyrr í dag varð háspennubilun á Grandasvæði og voru nokkrar götur þar rafmagnslausar en þar er rafmagn komið aftur á, að fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni. 14.4.2010 14:08
Ekki talið að Landeyjahöfn muni skemmast Að svo stöddu er ekki gert ráð fyrir teljandi skemmdum á mannvirkjum í og við Landeyjahöfn en til að svo yrði þyrftu að verða náttúrhamfarir á borð við Skeiðarárhlaup. „Hinsvegar er ljóst að lagerinn í Markarfljóti, um 50 þúsund rúmmetrar af efni, muni rýrna. Einnig má búast við að flóðvarnargarðarnir ofarlega í fljótinu geti skemmst,“ segir á heimasíðu Siglingastofnunar Íslands. 14.4.2010 14:01
Tæplega 5.000 ríkisborgarar fluttu af landinu í fyrra Alls flutti 4.851 einstaklingur með íslenskan ríkisborgararétt frá landinu á árinu 2009, þ.e. 2.466 fleiri en þeir íslensku ríkisborgarar sem fluttu til landsins með íslenskan ríkisborgararétt. 14.4.2010 13:48
Nýja brúin heil - gamla fór á kaf Vatn rennur nú undir brúna við Markarfljót og framhjá henni en brúin stendur heil, segir Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli. Hann segir að skarð hafi verið rofið í veginn til þess að taka þungann af brúnni. Auðveldara sé að laga vegi en brú. Kjartan segir vatnsrennslið ekki vera enn að aukast heldur sé komið jafnvægi á það. 14.4.2010 13:35
Í lagi með rafmagn og drykkjarvatn í Eyjum Vestmannaeyingar hafa verið uggandi um rafmagn og vatn eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og hlaup hófst í Markarfljóti. Drykkjarvatn eyjarskeggja kemur með leiðslu úr Stóru-Mörk og liggur leiðslan undir Markafljót og er grafin á fimm metra dýpi undir árbotninum. 14.4.2010 13:23
Gríðarlegt mannfall í Mexíkó Nærri 23 þúsund manns hafa fallið í baráttu stjórnvalda við eiturlyfjahringi í Mexíkó á síðastliðnum fjórum árum. 14.4.2010 13:15
Ólafur og Dorrit mæta í afmælið til Danadrottningar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Margrétar Danadrottningar um að taka á morgun og á föstudaginn þátt í hátíðarhöldum í Kaupmannahöfn í tilefni af 70 ára afmæli drottningar. 14.4.2010 13:13
Mun stærra gos en á Fimmvörðuhálsi - myndskeið Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið nú vera mun stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Fréttamaður slóst í för með vísindamönnum og landhelgisgæslunni í morgun og flaug yfir svæðið. 14.4.2010 13:11
Síðast gaus í tvö ár Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls og er einungis vitað um tvö gos á sögulegum tíma í jöklinum. Það fyrra varð árið 1612 og það seinna 1821 til 1823. Gosið sem hófst 20. mars á Fimmvörðuhálsi var austan við jökulinn. 14.4.2010 13:09
Rafmagnslaust á Grandasvæði Fyrr í dag varð háspennubilun á Grandasvæði og eru nokkrar götur / slóðir þar rafmagnslausar. Unnið er að viðgerð og búist við að rafmagn komist á fljótlega. 14.4.2010 13:08
Kolaskipstjóri handtekinn í Ástralíu Ástralska lögreglan hefur handtekið skipstjórann og stýrimann á kínverska kolaflutningaskipinu sem strandaði á kóralrifinu mikla hinn þriðja þessa mánaðar. 14.4.2010 13:00
Gosið bræðir jökulinn hratt Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi og að vísindamenn telji að gossprungan sé um tveir kílómetrar að lengd. Hún liggur norður-vestur. Það flæðir bæði til norðurs og suðurs ofan af jöklinum en sínu meira til norðurs, að sögn Rögnvalds. 14.4.2010 12:24
Flóðið komið að nýju Markarfljótsbrúnni Flóðið úr norðurhlíð Eyjafjallajökuls hefur nú náð að nýju Markarfljótsbrúnni. Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að það hafi verið komið að brúnni rétt eftir klukkan tólf. Brúin heldur enn að sögn Sveins en tvö rof voru gerð í þjóðveginn til þess að létta álagið á brúnni. 14.4.2010 12:23
Bannað að fljúga yfir stóran hluta landsins Bannað er að fljúga um stóran hluta landsins vegna hættu sem gæti stafað af öskufalli. Svæðið er miðað við ríkjandi vindáttir og allt eins líklegt a það geti breyst. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá Flugstoðum er gula svæðið í flughæð 35 þúsund fet og yfir græna frá 20 þúsund upp í 35 þúsund fetum og rauða er undir 20 fetum. 14.4.2010 12:10