Erlent

Barinn í klessu -myndband

Óli Tynes skrifar

Alríkislögreglan í Baltimore rannsakar barsmíðar lögreglu á námsmanni sem var ásamt drukknum félögum sínum að fagna sigri í hafnaboltaleik hinn þriðja mars síðastliðinn.

Á myndbandi af atburðinum má sjá mann í brúnum jakka hálfskokka og hálfdansa eftir gangstétt.

Hann stoppar þegar hann sér tvo lögregluþjóna á hestum fyrir framan sig. Allt í einu geysast þrír óeirðalögreglumenn fram, henda honum upp að vegg og berja hann með kylfum.

Yfirmaður lögregluþjónanna hefur sagt að myndbandið sé ljótt. Svona framkomu vilji hann ekki sjá hjá sínum mönnum.

Einum lögregluþjónanna hefur þegar verið vísað úr starfi. Niðurstaða rannsóknar mun skera úr um örlög hinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×