Innlent

Fjármálaráðherrann strandaglópur - þyrla kom til bjargar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir mikla mildi að tekist hafi að bjarga verðmætum mannvirkjum skammt frá jökulhlaupinu við Eyjafjallajökul í morgun. Hann fór austur þegar hann frétti af gosinu og slóst síðan í hóp með jarðfræðingum og vatnamælingamönnum.

Eftir að flóðið gekk yfir fann fjármálaráðherrann sig skyndilega sem strandaglóp þar sem allar leiðir til baka voru ófærar. Því þurfti þyrlu til þess að sækja Steingrím.

Þegar hann var spurður hvort það væri ekki frekar sérkennilegt að tvö eldgos og skýrsla rannsóknarnefndarinnar komi á svo stuttum tíma svaraði ráðherrann: „Íslendingum þarf allavega ekki að láta sér leiðast."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×