Erlent

Gríðarlegt mannfall í Mexíkó

Óli Tynes skrifar
Lögreglumenn hlaða líkum um orð í sendiferðabíl í Mexíkó í gær. Eins og sjá má á myndinni eru hendur mannanna bundnar fyrir aftan bak.
Lögreglumenn hlaða líkum um orð í sendiferðabíl í Mexíkó í gær. Eins og sjá má á myndinni eru hendur mannanna bundnar fyrir aftan bak. Mynd/AP

Nærri 23 þúsund manns hafa fallið í baráttu stjórnvalda við eiturlyfjahringi í Mexíkó á síðastliðnum fjórum árum.

Stór hluti hinna föllnu eru saklausir borgarar sem hafa annaðhvort verið myrtir af eiturlyfjabarónum eða lent óvart í skotbardögum milli lögreglu- og glæpamanna.

Glæpagengin eru svo fjölmenn og vel vopnum búin að lögreglusveitir á landsbyggðinni hafa lítið í þau að segja.

Hersveitir hafa því verið sendar til héraða þar sem ástandið er verst, en þær mega hafa sig alla við í skotbardögum.

Auk þess að berjast við yfirvöld berjast eiturlyfjabarónarnir innbyrðis um völd og áhrif. Einnig það hefur kostað fjölmarga óbreytta borgara lífið.

Undanfarna mánuði hafa fjöldamorð verið nánast daglegt brauð í Mexíkó og þeir eru nokkrir sem segja að stríðið sé farið úr böndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×