Innlent

Áhugi erlendra fjölmiðla á gosinu gríðarlegur

Óli Týnes skrifar
Það er allt á kafi eftir hlaupið.
Það er allt á kafi eftir hlaupið. Mynd/ Valur G. R

Fjölmiðlarnir leggja flestir áherslu á að 800 hundruð manns hafi þurft að flýja eldgosið og að þetta sé miklu stærra og alvarlegra gos en það sem hefur fjarað út á fimmvörðuhálsi.

Norska blaðið Aftenposten leggur eðlilega nokkra áherslu á að norski sendiherrann og forysta norska ferðamálaráðsins sé innilokuð á gosstaðnum og bíði eftir að vera bjargað með þyrlu.

Franska fréttastofan AFP vitnar í Baldur Sigurðsson talsmann lögreglunnar sem segir að fólk hafi verið flutt frá heimilum sínum í varúðarskyni. Jafnframt hafi vegum verið lokað.

Bandaríska fréttastofan ABC er að senda tökulið til Íslands og hyggst taka gosið fyrir í hinum geysivinsæla þætti Good Morning America.

CNN fréttastofan hefur samið við tæknifyrirtækið Mílu um beinar útsendingar frá gosstöðvunum.

Bæði BBC og Sky í Bretlandi fjalla nokkuð ítarlega um gosið og það gera einnig fjölmiðlar í Ástralíu, Asíu og Miðausturlöndum.

Minnst er á að Íslendingar hafi nóg á sinni könnu þessa dagana með efnahagskreppu, uppgjör rannsóknarnefndar Alþingis og tvö eldgos í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×